Björn hvergi af baki dottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:24 Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ásamt félögum sínum í borgarstjórnarflokknum að kalla eftir úrskurði innviðaráðuneytisins um hvort það haldi vatni að hann geti sem formaður Fylkis ekki tekið sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25