Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2025 08:54 Paul Mescal (Paul), Joseph Quinn (George), Barry Keoghan (Ringo) og Harris Dickinson (John) á sviðinu á CinemaCon í Caesars Palace í Las Vegas í gær. AP Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028. Greint var frá þessu á kvikmyndamessu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær þar sem leikararnir mættu á svið ásamt leikstjóranum Mendes. Til stendur að gera fjórar kvikmyndir, þar sem kastljósinu verður beint að einum Bítli í hverri mynd. Englendingurinn Harris Dickinson, sem þekktur er úr myndinni Babygirl, mun túlka John Lennon og Írinn Paul Mescal, sem er meðal annars þekktur úr Gladiator II, mun fara með hlutverk Paul McCartney. Þá mun Írinn Barry Keoghan, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í The Banshees of Inisherin, Dunkirk og Saltburn, fara með hlutverk trommarans Ringo Starr, og Englendingurinn Joseph Quinn túlka George Harrison. Quinn vakti síðast athygli fyrir hlutverk sitt sem keisarinn Geta í Gladiator II. Sam Mendes í Vegas í gær.AP Reiknað er með að þættirnir verði sýndir árið 2028. Leikstjórinn Sam Mendes er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við American Beauty (1999), Road to Perdition (2002), Jarhead (2005), Revolutionary Road (2008), Skyfall (2012), Spectre (2015) og stríðsmyndinni 1917 (2019). Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Greint var frá þessu á kvikmyndamessu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær þar sem leikararnir mættu á svið ásamt leikstjóranum Mendes. Til stendur að gera fjórar kvikmyndir, þar sem kastljósinu verður beint að einum Bítli í hverri mynd. Englendingurinn Harris Dickinson, sem þekktur er úr myndinni Babygirl, mun túlka John Lennon og Írinn Paul Mescal, sem er meðal annars þekktur úr Gladiator II, mun fara með hlutverk Paul McCartney. Þá mun Írinn Barry Keoghan, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í The Banshees of Inisherin, Dunkirk og Saltburn, fara með hlutverk trommarans Ringo Starr, og Englendingurinn Joseph Quinn túlka George Harrison. Quinn vakti síðast athygli fyrir hlutverk sitt sem keisarinn Geta í Gladiator II. Sam Mendes í Vegas í gær.AP Reiknað er með að þættirnir verði sýndir árið 2028. Leikstjórinn Sam Mendes er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við American Beauty (1999), Road to Perdition (2002), Jarhead (2005), Revolutionary Road (2008), Skyfall (2012), Spectre (2015) og stríðsmyndinni 1917 (2019).
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira