Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 09:58 Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, ræði við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi rétt áður en eldgos hófst 1. april 2025. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss. Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira