Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 10:25 Tónlistarmaðurinn Daniil er að gefa út plötu. Aðsend Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel. Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi. Nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat. Daniil hefur getið af sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni.Aðsend Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni: Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna) Tónlist Rússland Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi. Nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat. Daniil hefur getið af sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni.Aðsend Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni: Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna)
Tónlist Rússland Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira