Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 12:21 Miðar vegna sekta heyra sögunni til og hafa gert undanfarið ár. Vísir/Vilhelm Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg. Þetta kemur fram á vef Bílastæðasjóðs sem hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri. Eftirlitið verður rafrænt, ekið verður um og notaður sjálfvirkur bílnúmera álestur til að finna út hvort búið sé að greiða fyrir ökutæki eða til að athuga hvort því sé lagt löglega. Eitthvað verður áfram um eftirlit gangandi stöðuvarða en ákvörðun um hvort sett sé gjald á bifreið eða ekki færist að langmestu leyti yfir á stöðuverði sem vinna í bakendakerfi á skrifstofu. P1 er dýrasta götugjaldið en það er að finna í hjarta miðbæjarins.Vísir/vilhelm „Þegar ákvörðun um gjald er að mestu leyti komin úr höndum stöðuvarða á vettvangi er það vonin að starfsaðstæður þeirra verði betri,“ segir í tilkynningu. Aukin sjálfvirkni og færri rangar álagningar Stöðvunarbrotagjöld hafa síðustu árin birst í heimabanka og á Island.is um leið og gjald hefur verið stofnað. Þar sem vinnsla gjaldanna færist yfir í bakendakerfi þá mun í rafrænu eftirliti verða einhver töf á útgáfu stöðvunarbrotagjaldanna, í einhverjum tilvikum birtist gjaldið ekki fyrr en næsta dag. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél.Vísir/Vilhelm Áfram verður sá möguleiki fyrir þá sem telja sig ekki hafa átt að fá gjald að óska eftir endurupptöku á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sambærilegt eftirlit er að ryðja sér rúms víða í nálægum löndum og með aukinni sjálfvirkni er vonast til að rangar álagningar muni minnka verulega frá því sem nú er. Stefnan sé alltaf sú að sem flestir greiði fyrir stæðin og leggi löglega. Þannig muni þörf fyrir eftirlit minnka. Af hverju er gjald fyrir bílastæði? Markmiðið með gjöldum á gjaldskyldum svæðum er að tryggja að laus bílastæði séu í boði þar sem eftirspurn er mikil. Þegar greitt sé fyrir bílastæði sé verið að borga fyrir aðgang að lausu stæði, ekki fyrir sjálft stæðið. Gjöld vegna stöðvunarbrota: 4.500 kr. – Aukastöðugjald (ef ekki er greitt fyrir gjaldskylt stæði). 10.000 kr. – Stöðubrotagjald (lagt ólöglega). 20.000 kr. – Ólögleg notkun stæðis fyrir hreyfihamlaða. Afsláttur: 1.100 kr. afsláttur ef greitt innan þriggja virkra daga. Hækkun: Gjald hækkar um 50% eftir 14 daga og aftur um 50% eftir 28 daga ef það er ekki greitt. Hægt er að greiða í stöðumælum, greiðsluöppum og á vefsíðu Bílastæðasjóðs Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Bílastæðasjóðs sem hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri. Eftirlitið verður rafrænt, ekið verður um og notaður sjálfvirkur bílnúmera álestur til að finna út hvort búið sé að greiða fyrir ökutæki eða til að athuga hvort því sé lagt löglega. Eitthvað verður áfram um eftirlit gangandi stöðuvarða en ákvörðun um hvort sett sé gjald á bifreið eða ekki færist að langmestu leyti yfir á stöðuverði sem vinna í bakendakerfi á skrifstofu. P1 er dýrasta götugjaldið en það er að finna í hjarta miðbæjarins.Vísir/vilhelm „Þegar ákvörðun um gjald er að mestu leyti komin úr höndum stöðuvarða á vettvangi er það vonin að starfsaðstæður þeirra verði betri,“ segir í tilkynningu. Aukin sjálfvirkni og færri rangar álagningar Stöðvunarbrotagjöld hafa síðustu árin birst í heimabanka og á Island.is um leið og gjald hefur verið stofnað. Þar sem vinnsla gjaldanna færist yfir í bakendakerfi þá mun í rafrænu eftirliti verða einhver töf á útgáfu stöðvunarbrotagjaldanna, í einhverjum tilvikum birtist gjaldið ekki fyrr en næsta dag. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél.Vísir/Vilhelm Áfram verður sá möguleiki fyrir þá sem telja sig ekki hafa átt að fá gjald að óska eftir endurupptöku á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sambærilegt eftirlit er að ryðja sér rúms víða í nálægum löndum og með aukinni sjálfvirkni er vonast til að rangar álagningar muni minnka verulega frá því sem nú er. Stefnan sé alltaf sú að sem flestir greiði fyrir stæðin og leggi löglega. Þannig muni þörf fyrir eftirlit minnka. Af hverju er gjald fyrir bílastæði? Markmiðið með gjöldum á gjaldskyldum svæðum er að tryggja að laus bílastæði séu í boði þar sem eftirspurn er mikil. Þegar greitt sé fyrir bílastæði sé verið að borga fyrir aðgang að lausu stæði, ekki fyrir sjálft stæðið. Gjöld vegna stöðvunarbrota: 4.500 kr. – Aukastöðugjald (ef ekki er greitt fyrir gjaldskylt stæði). 10.000 kr. – Stöðubrotagjald (lagt ólöglega). 20.000 kr. – Ólögleg notkun stæðis fyrir hreyfihamlaða. Afsláttur: 1.100 kr. afsláttur ef greitt innan þriggja virkra daga. Hækkun: Gjald hækkar um 50% eftir 14 daga og aftur um 50% eftir 28 daga ef það er ekki greitt. Hægt er að greiða í stöðumælum, greiðsluöppum og á vefsíðu Bílastæðasjóðs
Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?