Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal skrifa 3. apríl 2025 14:01 Síðastliðnar vikur hafa fjölmargar fréttir birst um ofbeldi, áreitni og einelti meðal ungmenna. Þetta er því miður ekkert nýtt vandamál – slíkt virðist hafa aukist á undanförnum árum og er nú veruleiki sem snertir samfélagið allt. Í kjölfar alvarlegra atvika má oft greina ákveðið mynstur í fjölmiðlaumfjöllun: spjótin beinast að Breiðholti. Staðreyndin er sú að mörg hverfi og staðir glíma við sambærileg vandamál. Þrátt fyrir það virðist sem fjölmiðlar vilji einblína sérstaklega á Breiðholtið og draga fram neikvæða mynd af hverfinu. Þegar við ræðum við unglinga úr öðrum hverfum rekumst við iðulega á fordómafull viðhorf og undrun yfir því að í Breiðholti séu líka venjuleg börn og öflug samfélagsmenning. Þessi fyrirframgefna hugmynd um Breiðholtið byggist oft á einhliða og neikvæðri umfjöllun. Það er erfitt að horfa upp á hvernig ráðist er að stolti hverfisins og orðspor þess skaðað í gegnum markvissan fréttaflutning. Það er eins og gleymist að í öllu þessu sé verið að fjalla um börn – börn sem búa í Breiðholti, börn sem eiga rétt á því að vaxa úr grasi við virðingu og stuðning, en ekki fordóma og dómhörku. Það að ýta undir fordóma er ekki leið til þess að stuðla að betra samfélagi. Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal, fyrir hönd ungmennaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðnar vikur hafa fjölmargar fréttir birst um ofbeldi, áreitni og einelti meðal ungmenna. Þetta er því miður ekkert nýtt vandamál – slíkt virðist hafa aukist á undanförnum árum og er nú veruleiki sem snertir samfélagið allt. Í kjölfar alvarlegra atvika má oft greina ákveðið mynstur í fjölmiðlaumfjöllun: spjótin beinast að Breiðholti. Staðreyndin er sú að mörg hverfi og staðir glíma við sambærileg vandamál. Þrátt fyrir það virðist sem fjölmiðlar vilji einblína sérstaklega á Breiðholtið og draga fram neikvæða mynd af hverfinu. Þegar við ræðum við unglinga úr öðrum hverfum rekumst við iðulega á fordómafull viðhorf og undrun yfir því að í Breiðholti séu líka venjuleg börn og öflug samfélagsmenning. Þessi fyrirframgefna hugmynd um Breiðholtið byggist oft á einhliða og neikvæðri umfjöllun. Það er erfitt að horfa upp á hvernig ráðist er að stolti hverfisins og orðspor þess skaðað í gegnum markvissan fréttaflutning. Það er eins og gleymist að í öllu þessu sé verið að fjalla um börn – börn sem búa í Breiðholti, börn sem eiga rétt á því að vaxa úr grasi við virðingu og stuðning, en ekki fordóma og dómhörku. Það að ýta undir fordóma er ekki leið til þess að stuðla að betra samfélagi. Alex Vor Ólafs, Jörundur Þór Hákonarson og Theodóra Líf Reykdal, fyrir hönd ungmennaráðs Breiðholts.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar