Landris hafið á ný Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 14:54 Landris er enn á ný hafið í Svartsengi. Vísir/Vilhelm GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að líklegast sé það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það sé vegna þess að þegar kvikugangar myndast þrýsti þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða. Að svo stöddu sé því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þurfi að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi. Aflögunarmælingar sýni einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl klukkan 16 staðfesti hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur. Yfir 100 skjálftar á klukkustund Jarðskjálftavirkni yfir norðurhluta kvikugangsins fari áfram minnkandi en enn mælist þó smáskjálftar á svæðinu. Síðastliðna nótt og í morgun hafi um það bil 20 til 30 skjálftar mælst á klukkustund, flestir undir einum að stærð, þegar virknin var mest hafi yfir 100 skjálftar mælst á klukkustund. Skjálftarnir dreifist flestir á svæðið frá Stóra-Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálftanna mælist að mestu leyti á bilinu 4 til 6 kílómetrar og það hafi haldist stöðugt síðustu daga. Langstærstur hluti kvikunnar sem fór úr Svartsengi liggi í kvikuganginum sem myndaðist þann 1. apríl og sums staðar á um 1,5 km dýpi, samkvæmt líkanreikningum. Enn mælist aflögun vegna kvikugangsins og smáskjálftavirkni í norðurhluta hans sé áfram óvenjulega mikil, þrátt fyrir að hún hafi farið minnkandi. Í ljósi þessa sé áfram nokkur óvissa um þróun næstu daga og ekki enn hægt að útiloka kvikuhreyfingar í ganginum. Óbreytt hættumat Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Hættumatið gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 8. apríl. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að líklegast sé það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það sé vegna þess að þegar kvikugangar myndast þrýsti þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða. Að svo stöddu sé því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þurfi að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi. Aflögunarmælingar sýni einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl klukkan 16 staðfesti hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur. Yfir 100 skjálftar á klukkustund Jarðskjálftavirkni yfir norðurhluta kvikugangsins fari áfram minnkandi en enn mælist þó smáskjálftar á svæðinu. Síðastliðna nótt og í morgun hafi um það bil 20 til 30 skjálftar mælst á klukkustund, flestir undir einum að stærð, þegar virknin var mest hafi yfir 100 skjálftar mælst á klukkustund. Skjálftarnir dreifist flestir á svæðið frá Stóra-Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálftanna mælist að mestu leyti á bilinu 4 til 6 kílómetrar og það hafi haldist stöðugt síðustu daga. Langstærstur hluti kvikunnar sem fór úr Svartsengi liggi í kvikuganginum sem myndaðist þann 1. apríl og sums staðar á um 1,5 km dýpi, samkvæmt líkanreikningum. Enn mælist aflögun vegna kvikugangsins og smáskjálftavirkni í norðurhluta hans sé áfram óvenjulega mikil, þrátt fyrir að hún hafi farið minnkandi. Í ljósi þessa sé áfram nokkur óvissa um þróun næstu daga og ekki enn hægt að útiloka kvikuhreyfingar í ganginum. Óbreytt hættumat Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Hættumatið gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 8. apríl. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira