„Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 20:32 Heiða Björg segir tillögurnar almennings vel geta nýst þótt aðeins fjórðungur sé eftir af kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað megi betur fara í rekstri borgarinnar. Allt verður tekið til greina, og borgarstjóri segir stuttan tíma ekki vera vandamál. Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira