„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 00:29 Ræða Snorra Mássonar um framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum hefur vakið mikið umtal. Snorri hefur fengið jákvæð viðbrögð og fundið fyrir gífurlegum meðbyr úr ýmsum áttum, en einnig fengið á sig áburð um hatur og trumpísku. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að kynjafræði sé pólitísk í eðli sínu, og furðar sig á því að látið sé eins og hún sé að einhverju leyti hlutlaus þegar menn eru að innleiða róttæka kynjafræði á svið skólanna, eins og hann orðar það. Hann segir gífurlegan fjölda fólks hafa komið að máli við sig og þakkað honum fyrir að ræða þessi mál. Snorri Másson tók til máls á Alþingi þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Ræðan vakti mikla athygli og uppskar mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð, en hún sakaði Snorra um að spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina. „Ég hata ekki nokkurn mann“ Snorri kveðst ekki vita hvað hann eigi að segja við slíkum ásökunum. „Ég held þær segi meira um sig sjálfar en tilefni er fyrir mig til að leggja mat á þær. Ég hata ekki nokkurn mann. Ég stend hins vegar fyrir gagnrýninni umræðu um þingmál.“ „Ég stend líka fyrir gagnrýninni umræðu þegar svona ákveðin hugmyndafræði er borin á borð innan skóla og látið eins og þetta sé að einhverju leyti hlutlaust algjörlega þegar menn eru að innleiða kynjafræði, róttæka kynjafræði á svið skólanna.“ „Það er ekkert hlutlaust, það er pólitískt að mörgu leyti, og kynjafræði er pólitísk í eðli sínu, það er ekkert leyndarmál.“ Snorri ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Konur í öllum æðstu stöðum samfélagsins Snorri segir að honum hafi þótt jafnréttisáætlun dómsmálaráðherra ansi skrautleg. „Þetta er svona hugmyndafræðilegt plagg sem slær ýmsar pólitískar keilur í ýmsum málum, þó ég hafi nú reyndar einmitt bent á í minni ræðu að mér finnst að stjórnmálamenn eigi að skilgreina og gera aðeins betur grein fyrir því nákvæmlega um hvað baráttan snýst á þessu stigi máls,“ segir Snorri. Kveðst hann hafa bent á að hér hafi mikill árangur náðst í jafnréttisbaráttu karla og kvenna, og kynin njóti fullkomins lagalegs jafnréttis. Þá séu konur víða í æðstu stöðum í samfélaginu, og konur hafi náð yfirhöndinni í menntakerfinu. „Þær eru búnar að ná yfirhöndinni í menntakerfinu gjörsamlega, sem er nú grunnur alls hins hefði maður haldið.“ Sjaldan fengið eins jákvæð viðbrögð Snorri segist sjaldan hafa fengið eins jákvæð viðbrögð í þinginu við nokkru sem hann hefur gert þar. „Þarna er gífurlegur hópur fólks sem hefur komið að máli við mig, brugðist við, og sent mér og skrifað til mín og skrifað hjá mér, hvað þau fagna því að einhver tali beint og hreint út um þessi mál, um það hvers konar hugmyndafræði er verið að bera á borð,“ segir Snorri. Snorri segir að stjórnvöld virðist hafa sérstakan áhuga á að beita stofnunum ríkisvaldsins eins og menntakerfinu, ráðuneytum og öðru til að framfylgja þessari hugmyndafræði, og það sé alltaf látið eins og hún sé fullkomlega hlutlaus. „En hún er það ekki. Það er bara margt innan kynjafræðinnar sem fólk getur ekkert neitað að er afar pólitískt í eðli sínu.“ Snorri segir að öll kennsla feli auðvitað í sér ákveðna innrætingu á ákveðnum sjónarmiðum. Hann vill að sjónarmiðin sem haldið er á lofti séu til þess fallin að efla börnin okkar og hvetja þau til dáða, en ekki hvetja þau til að vera fórnarlamb.Vísir/Vilhelm Þá segir hann að stundum sé sagt að kynjafræðin sé nauðsynleg á meðan ofbeldi, kynbundið ofbeldi eða heimilisofbeldi sé ennþá við lýði. „Auðvitað er slíkt ofbeldi, kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi, þetta er bara andstyggilegt samfélagsmein, sem allir eru sammála um að við verðum að uppræta með öllum tiltækum ráðum.“ „Það sem ég sagði hins vegar í ræðu minni er að þetta er ekkert sama umræða og margvíslegar áherslur kynjafræðinnar.“ „Þetta er pólitísk vinstri hugmyndafræði“ „Ég talaði þarna um að þessi hugmyndafræði sé hreinlega ekkert sérlega gagnleg, til dæmis þetta, að innræta konum að þær séu í nútímasamfélagi eilífðarfórnarlömb þessa kúgunarkerfis, sem er feðraveldið.“ „Síðan til karlanna að þeir séu náttúrulega þá ábyrgir og hafi í sér þessa erfðasynd feðranna, að vera karlar.“ Inn í þetta blandist svo alls konar kenningar um allsherjarsekt Vesturlandanna á slæmu ástandi í heiminum, nýlenduhyggja og karlmennska, en Snorri segir þetta vera pólitíska vinstri hugmyndafræði. „Ég var í háskólanum í íslensku, ég þekki þessa hugmyndafræði. Ég hef aldrei hitt íhaldssaman hægri mann sem er kynjafræðingur, fólk getur ekki látið eins og þetta sé hlutlaus fræðigrein, og þess vegna segi ég, þetta er að mínu mati að hafa skaðleg áhrif á hugarfar ungdómsins að vera endalaust að marinerast í þessu.“ Snorri segir að hugmyndirnar sem eigi frekar að bera á borð séu þær að efla fólk að hreysti, styrk og dáð, og segja eigi við fólk: „Heyrðu, ef þú mætir vandamálum í lífinu eða mótlæti, þá er það hluti af lífinu og þú verður að yfirstíga það, en þú getur ekki látið hugfallast og sagt heyrðu það er eitthvað kúgunarkerfi hérna sem verður að leysa áður en ég tek ábyrgð á mínu lífi.“ Miðflokkurinn Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Snorri Másson tók til máls á Alþingi þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Ræðan vakti mikla athygli og uppskar mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð, en hún sakaði Snorra um að spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina. „Ég hata ekki nokkurn mann“ Snorri kveðst ekki vita hvað hann eigi að segja við slíkum ásökunum. „Ég held þær segi meira um sig sjálfar en tilefni er fyrir mig til að leggja mat á þær. Ég hata ekki nokkurn mann. Ég stend hins vegar fyrir gagnrýninni umræðu um þingmál.“ „Ég stend líka fyrir gagnrýninni umræðu þegar svona ákveðin hugmyndafræði er borin á borð innan skóla og látið eins og þetta sé að einhverju leyti hlutlaust algjörlega þegar menn eru að innleiða kynjafræði, róttæka kynjafræði á svið skólanna.“ „Það er ekkert hlutlaust, það er pólitískt að mörgu leyti, og kynjafræði er pólitísk í eðli sínu, það er ekkert leyndarmál.“ Snorri ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Konur í öllum æðstu stöðum samfélagsins Snorri segir að honum hafi þótt jafnréttisáætlun dómsmálaráðherra ansi skrautleg. „Þetta er svona hugmyndafræðilegt plagg sem slær ýmsar pólitískar keilur í ýmsum málum, þó ég hafi nú reyndar einmitt bent á í minni ræðu að mér finnst að stjórnmálamenn eigi að skilgreina og gera aðeins betur grein fyrir því nákvæmlega um hvað baráttan snýst á þessu stigi máls,“ segir Snorri. Kveðst hann hafa bent á að hér hafi mikill árangur náðst í jafnréttisbaráttu karla og kvenna, og kynin njóti fullkomins lagalegs jafnréttis. Þá séu konur víða í æðstu stöðum í samfélaginu, og konur hafi náð yfirhöndinni í menntakerfinu. „Þær eru búnar að ná yfirhöndinni í menntakerfinu gjörsamlega, sem er nú grunnur alls hins hefði maður haldið.“ Sjaldan fengið eins jákvæð viðbrögð Snorri segist sjaldan hafa fengið eins jákvæð viðbrögð í þinginu við nokkru sem hann hefur gert þar. „Þarna er gífurlegur hópur fólks sem hefur komið að máli við mig, brugðist við, og sent mér og skrifað til mín og skrifað hjá mér, hvað þau fagna því að einhver tali beint og hreint út um þessi mál, um það hvers konar hugmyndafræði er verið að bera á borð,“ segir Snorri. Snorri segir að stjórnvöld virðist hafa sérstakan áhuga á að beita stofnunum ríkisvaldsins eins og menntakerfinu, ráðuneytum og öðru til að framfylgja þessari hugmyndafræði, og það sé alltaf látið eins og hún sé fullkomlega hlutlaus. „En hún er það ekki. Það er bara margt innan kynjafræðinnar sem fólk getur ekkert neitað að er afar pólitískt í eðli sínu.“ Snorri segir að öll kennsla feli auðvitað í sér ákveðna innrætingu á ákveðnum sjónarmiðum. Hann vill að sjónarmiðin sem haldið er á lofti séu til þess fallin að efla börnin okkar og hvetja þau til dáða, en ekki hvetja þau til að vera fórnarlamb.Vísir/Vilhelm Þá segir hann að stundum sé sagt að kynjafræðin sé nauðsynleg á meðan ofbeldi, kynbundið ofbeldi eða heimilisofbeldi sé ennþá við lýði. „Auðvitað er slíkt ofbeldi, kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi, þetta er bara andstyggilegt samfélagsmein, sem allir eru sammála um að við verðum að uppræta með öllum tiltækum ráðum.“ „Það sem ég sagði hins vegar í ræðu minni er að þetta er ekkert sama umræða og margvíslegar áherslur kynjafræðinnar.“ „Þetta er pólitísk vinstri hugmyndafræði“ „Ég talaði þarna um að þessi hugmyndafræði sé hreinlega ekkert sérlega gagnleg, til dæmis þetta, að innræta konum að þær séu í nútímasamfélagi eilífðarfórnarlömb þessa kúgunarkerfis, sem er feðraveldið.“ „Síðan til karlanna að þeir séu náttúrulega þá ábyrgir og hafi í sér þessa erfðasynd feðranna, að vera karlar.“ Inn í þetta blandist svo alls konar kenningar um allsherjarsekt Vesturlandanna á slæmu ástandi í heiminum, nýlenduhyggja og karlmennska, en Snorri segir þetta vera pólitíska vinstri hugmyndafræði. „Ég var í háskólanum í íslensku, ég þekki þessa hugmyndafræði. Ég hef aldrei hitt íhaldssaman hægri mann sem er kynjafræðingur, fólk getur ekki látið eins og þetta sé hlutlaus fræðigrein, og þess vegna segi ég, þetta er að mínu mati að hafa skaðleg áhrif á hugarfar ungdómsins að vera endalaust að marinerast í þessu.“ Snorri segir að hugmyndirnar sem eigi frekar að bera á borð séu þær að efla fólk að hreysti, styrk og dáð, og segja eigi við fólk: „Heyrðu, ef þú mætir vandamálum í lífinu eða mótlæti, þá er það hluti af lífinu og þú verður að yfirstíga það, en þú getur ekki látið hugfallast og sagt heyrðu það er eitthvað kúgunarkerfi hérna sem verður að leysa áður en ég tek ábyrgð á mínu lífi.“
Miðflokkurinn Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira