„Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Kári Mímisson skrifar 5. apríl 2025 19:00 Jamal íbygginn á svip að Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Guðmundur Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit. Valur hafði unnið fyrsta leikinn fyrir norðan og því ljóst að með sigri hér í kvöld myndi liðið styrkja stöðu sína til muna í einvíginu en það lið sem sigrar þrjá leiki fyrr fer áfram í undanúrslitin „Þetta er risa sigur fyrir okkur. Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta mikilvægasti leikurinn í þessari viðureign og ég er mjög glaður að ná þessum sterka og örugga sigri hér heima. Stelpurnar gerðu þetta vel og héldu planinu út allar 40 mínútur leiksins.“ Sagði afar glaður Jamil strax að leik loknum. Þegar Jamil er spurður út í hversu góð þessi frammistaða í kvöld hafi verið glottir hann og segir að liðið geti enn bætt sig mikið áður en hann gefur frammistöðu liðsins 7,5, eitthvað sem undirrituðum þykir full hörð einkunnagjöf eftir 27 stiga sigur. „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni og vil meira. Ég vil meina að við þurfum enn að vinna hörðum höndum næstu vikur og mánuð. Það eru nokkrar stelpur í hópnum sem eigi mikið inni og þá getum við enn bætt þá hluti sem við erum að gera vel nú þegar svo ef ég ætti að gefa þessari frammistöðu einkunn þá myndi ég segja 7,5 af 10.“ Valskonur fagna í kvöld.Vísir/Guðmundur Jamil heldur samt áfram og segir að hann sé virkilega ánægður á hvaða stigi liðið er á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Mér þykir við vera að spila vel en held eins og ég sagði áðan að við eigum enn smá inni og getum bætt og breytt örfáum hlutum í okkar leik. Ég hef verið að segja það á síðustu vikum höfum við verið að æfa mjög vel á þessum tímapunkti leiktíðarinnar ásamt því að þá erum við að stefna í rétta átt.“ Næsti leikur fyrir norðan þar sem Valur getur tryggt farseðilinn í undanúrslitin. Hvernig leggst sá leikur í þig? „Leikurinn og ferðalagið leggst vel í mig. Við viljum ekki þurfa að fara norður oftar en við þurfum og það var ákveðinn hvati með sigrinum hér í dag. Það verður auðvitað bara annar erfiður leikur sem við þurfum að fara inn í af varúð, án alls vanmats og virða verkefnið.“ Næsti leikur liðanna er fyrir norðan á miðvikudag klukkan 18:30. Bónus-deild kvenna Valur Þór Akureyri Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Valur hafði unnið fyrsta leikinn fyrir norðan og því ljóst að með sigri hér í kvöld myndi liðið styrkja stöðu sína til muna í einvíginu en það lið sem sigrar þrjá leiki fyrr fer áfram í undanúrslitin „Þetta er risa sigur fyrir okkur. Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta mikilvægasti leikurinn í þessari viðureign og ég er mjög glaður að ná þessum sterka og örugga sigri hér heima. Stelpurnar gerðu þetta vel og héldu planinu út allar 40 mínútur leiksins.“ Sagði afar glaður Jamil strax að leik loknum. Þegar Jamil er spurður út í hversu góð þessi frammistaða í kvöld hafi verið glottir hann og segir að liðið geti enn bætt sig mikið áður en hann gefur frammistöðu liðsins 7,5, eitthvað sem undirrituðum þykir full hörð einkunnagjöf eftir 27 stiga sigur. „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni og vil meira. Ég vil meina að við þurfum enn að vinna hörðum höndum næstu vikur og mánuð. Það eru nokkrar stelpur í hópnum sem eigi mikið inni og þá getum við enn bætt þá hluti sem við erum að gera vel nú þegar svo ef ég ætti að gefa þessari frammistöðu einkunn þá myndi ég segja 7,5 af 10.“ Valskonur fagna í kvöld.Vísir/Guðmundur Jamil heldur samt áfram og segir að hann sé virkilega ánægður á hvaða stigi liðið er á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Mér þykir við vera að spila vel en held eins og ég sagði áðan að við eigum enn smá inni og getum bætt og breytt örfáum hlutum í okkar leik. Ég hef verið að segja það á síðustu vikum höfum við verið að æfa mjög vel á þessum tímapunkti leiktíðarinnar ásamt því að þá erum við að stefna í rétta átt.“ Næsti leikur fyrir norðan þar sem Valur getur tryggt farseðilinn í undanúrslitin. Hvernig leggst sá leikur í þig? „Leikurinn og ferðalagið leggst vel í mig. Við viljum ekki þurfa að fara norður oftar en við þurfum og það var ákveðinn hvati með sigrinum hér í dag. Það verður auðvitað bara annar erfiður leikur sem við þurfum að fara inn í af varúð, án alls vanmats og virða verkefnið.“ Næsti leikur liðanna er fyrir norðan á miðvikudag klukkan 18:30.
Bónus-deild kvenna Valur Þór Akureyri Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira