Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. apríl 2025 06:00 Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar