Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar 10. apríl 2025 09:31 Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar