„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 16:00 Ólafur Ólafsson var maður leiksins hjá Körfuboltakvöldi í gær og hlaut gjafabréf hjá Just Wingin' It. Stöð 2 Sport Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31
„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10
„Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53
Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22