Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. apríl 2025 00:01 Robert F Kennedy yngri er heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. EPA Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. „Í september munum við vita hvað hefur valdið einhverfufaraldri og við munum geta útrýmt tilfellum,“ sagði Kennedy samkvæmt umfjöllun BBC. Ráðherrann vill fara í rannsóknarátak en einhverfugreiningar hafa aukist til muna síðan um aldamót. Talið er að um 2,7 prósent átta ára barna séu einhverf. Vísindamenn segja auknar greiningar vera að hluta til vegna vitundarvakningar um heilkennið. Bandaríska heilbrigðisstofnunin eyðir um þrjú hundruð milljónum bandarískra dollara, tæpir 39 milljarðar í íslenskum krónum, í rannsóknir á einhverfu ár hvert. Hugsanlegir áhrifaþættir eru loftmengun, ótímabær fæðing og heilsufarsvandamál móður. Kennedy vill einnig láta rannsaka tengsl einhverfu og bóluefna. Hugmyndir um að bóluefni valdi einhverfu koma frá afsannaðri rannsókn Andrew Wakefield sem birti rannsókn um tengsl milli bóluefna og einhverfu. Seinna meir kom í ljós að hann átti í fjárhagslegum hagsmunaárekstrum og var rannsóknin dregin til baka. Samtök einhverfra í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áform Kennedy og kalla þau óraunhæf og villandi. „Þetta er hvorki langvarandi sjúkdómur né smitsjúkdómur,“ segja fulltrúar Samtakanna. Christopher Banks, forseti Samtakanna segir að fullyrðingar um að einhverfa orsakist einungis af umhverfisþáttum vera villandi. Þess kyns fullyrðingar viðhaldi skaðlegum fordómum, stofni lýðheilsu í hættu og dragi athyglina frá mikilvægum þörfum einhverfusamfélagsins. Bandaríkin Vísindi Einhverfa Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
„Í september munum við vita hvað hefur valdið einhverfufaraldri og við munum geta útrýmt tilfellum,“ sagði Kennedy samkvæmt umfjöllun BBC. Ráðherrann vill fara í rannsóknarátak en einhverfugreiningar hafa aukist til muna síðan um aldamót. Talið er að um 2,7 prósent átta ára barna séu einhverf. Vísindamenn segja auknar greiningar vera að hluta til vegna vitundarvakningar um heilkennið. Bandaríska heilbrigðisstofnunin eyðir um þrjú hundruð milljónum bandarískra dollara, tæpir 39 milljarðar í íslenskum krónum, í rannsóknir á einhverfu ár hvert. Hugsanlegir áhrifaþættir eru loftmengun, ótímabær fæðing og heilsufarsvandamál móður. Kennedy vill einnig láta rannsaka tengsl einhverfu og bóluefna. Hugmyndir um að bóluefni valdi einhverfu koma frá afsannaðri rannsókn Andrew Wakefield sem birti rannsókn um tengsl milli bóluefna og einhverfu. Seinna meir kom í ljós að hann átti í fjárhagslegum hagsmunaárekstrum og var rannsóknin dregin til baka. Samtök einhverfra í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áform Kennedy og kalla þau óraunhæf og villandi. „Þetta er hvorki langvarandi sjúkdómur né smitsjúkdómur,“ segja fulltrúar Samtakanna. Christopher Banks, forseti Samtakanna segir að fullyrðingar um að einhverfa orsakist einungis af umhverfisþáttum vera villandi. Þess kyns fullyrðingar viðhaldi skaðlegum fordómum, stofni lýðheilsu í hættu og dragi athyglina frá mikilvægum þörfum einhverfusamfélagsins.
Bandaríkin Vísindi Einhverfa Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira