Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 11:20 Miklar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu í Harrisburg í Pennsylvaníu eftir að karlmaður kastaði eldsprengju þar inn á pálmasunnudag, 13. apríl 2025. AP Karlmaður á fertugsaldri sem er í haldi lögreglunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sagðist hafa ætlað að berja ríkisstjórann til bana með hamri ef hann næði til hans. Töluverðar skemmdir urðu á ríkisstjórasetrinu þegar maðurinn kastaði eldsprengju inn um glugga. Árásin átti sér stað að kvöldi pálmasunnudags. Cody Balmer, 38 ára karlmaður, klifraði þá yfir öryggisgirðingu við ríkisstjórasetrið í ríkishöfuðborginni Harrisburg, braut rúðu með hamri og kastaði eldsprengju inn í píanóstofu. Hann braust síðan inn og kveikti í stofunni áður en hann tók til fótanna. Ríkisstjórinn og fjölskylda hans svaf á efri hæð setursins á meðan. Balmer sagði lögreglu að hann „hataði“ Josh Shapiro, ríkisstjóra, og að hann hefði barið hann með hamri ef hann hefði náð til hans. Reuters-fréttastofan segir að Balmer hafi meðal annars gagnrýnt Joe Biden, fyrrverandi forseta og demókrata, á samfélagmiðlum. Shapiro er einnig demókrati og hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 2028. Shapiro er gyðingur og hafði fyrr um kvöldið fagnað fyrsta degi páskahátíðarinnar með fjölskyldu og vinum í stofunni sem Balmer kveikti í. Hann vísaði á lögregluyfirvöld þegar fréttamenn spurðu hann hvort að gyðingahatur hefði mögulega verið tilefni árásarinnar. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ræðir við fréttamenn við ríkisstjórasetrið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Atlagan að ríkisstjóranum er aðeins nýjasta dæmið um pólitísk ofbeldi vestanhafs á síðustu misserum. Karlmaður reyndi að skjóta Donald Trump til bana á kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu í júlí í fyrra. Árásin nú ber ýmis líkindi við það þegar maður braust inn á heimili Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, og barði eiginmann hennar með hamri í San Francisco í október 2022. Repúblikanar brugðust við morðtilræðinu við eiginmann Pelosi með háði og stoðlausum aðdróttunum um að árásarmaðurinn hefði verið samkynhneigður elskhugi hans. Viðbrögðin nú hafa verið nokkru virðuglegri. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði árásina óafsakanlega og að sækja þyrfti árásarmanninn til ýtrustu saka. Shapiro segir að Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi lofað því að alríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að rannsaka árásina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11 Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Árásin átti sér stað að kvöldi pálmasunnudags. Cody Balmer, 38 ára karlmaður, klifraði þá yfir öryggisgirðingu við ríkisstjórasetrið í ríkishöfuðborginni Harrisburg, braut rúðu með hamri og kastaði eldsprengju inn í píanóstofu. Hann braust síðan inn og kveikti í stofunni áður en hann tók til fótanna. Ríkisstjórinn og fjölskylda hans svaf á efri hæð setursins á meðan. Balmer sagði lögreglu að hann „hataði“ Josh Shapiro, ríkisstjóra, og að hann hefði barið hann með hamri ef hann hefði náð til hans. Reuters-fréttastofan segir að Balmer hafi meðal annars gagnrýnt Joe Biden, fyrrverandi forseta og demókrata, á samfélagmiðlum. Shapiro er einnig demókrati og hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar árið 2028. Shapiro er gyðingur og hafði fyrr um kvöldið fagnað fyrsta degi páskahátíðarinnar með fjölskyldu og vinum í stofunni sem Balmer kveikti í. Hann vísaði á lögregluyfirvöld þegar fréttamenn spurðu hann hvort að gyðingahatur hefði mögulega verið tilefni árásarinnar. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, ræðir við fréttamenn við ríkisstjórasetrið. Hann kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy Atlagan að ríkisstjóranum er aðeins nýjasta dæmið um pólitísk ofbeldi vestanhafs á síðustu misserum. Karlmaður reyndi að skjóta Donald Trump til bana á kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu í júlí í fyrra. Árásin nú ber ýmis líkindi við það þegar maður braust inn á heimili Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrata, og barði eiginmann hennar með hamri í San Francisco í október 2022. Repúblikanar brugðust við morðtilræðinu við eiginmann Pelosi með háði og stoðlausum aðdróttunum um að árásarmaðurinn hefði verið samkynhneigður elskhugi hans. Viðbrögðin nú hafa verið nokkru virðuglegri. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði árásina óafsakanlega og að sækja þyrfti árásarmanninn til ýtrustu saka. Shapiro segir að Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hafi lofað því að alríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að rannsaka árásina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11 Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns 17. maí 2024 23:11
Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13. júlí 2024 22:23