„KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 12:30 Marcel Rømer er mættur til KA eftir að hafa lítið sem ekkert spilað síðustu mánuði með Lyngby. Stöð 2 Sport Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. Staða KA-manna, sem steinlágu gegn Víkingi um helgina 4-0 eftir 2-2 jafntefli á heimavelli við KR í fyrsta leik, var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um KA KA er nú búið að landa Rømer sem var fyrirliði Lyngby og er með mikla reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni. Gummi Ben benti hins vegar á það í Stúkunni í gær að Rømer hefði síðast verið í byrjunarliði Lyngby 1. desember og aðeins spilað eina mínútu síðan þá. „Ef við höfum áhyggjur af hinum sem eru að koma úr meiðslum og annað, ættum við ekki að hafa stórar áhyggjur af að það taki þennan svolítinn tíma að komast í leikform?“ spurði Gummi. „Þetta er karakter, þetta er fyrirliði, og það er alltaf jákvætt að fá þannig menn inn í liðið. Ég fylgdist vel með honum, sérstaklega hjá SönderjyskE og svo sá maður margar fréttir af honum þegar hann var að spila hjá Freysa [Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby]. Þetta er leikmaður með mótor. Það er mikil yfirferð hjá honum. Þetta er góður leikmaður. Ég skil því þessi kaup en það er rétt að hann þarf að vera í formi,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Hann er að verða 34 ára gamall og liðið þeirra er nú þegar helvíti þungt. Hallgrímur verður 35 ára í sumar, Rodri 36, Hrannar er að verða 33, Viðar 35 ára og fer meiddur af velli [gegn Víkingi]…“ bætti Albert Brynjar Ingason við. Gummi hélt svo áfram: „Það er ekkert leyndarmál fyrir norðan og ég held að Hallgrímur Jónasson yrði fyrsti maður til að viðurkenna það, að hann myndi vilja fá leikmenn mikið fyrr norður. KA er bara búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við varðandi styrkingu. Við sáum þetta á síðustu leiktíð. Viðar kom seint og það var bara seinni partinn sem hann var kominn í stand. Það kostar meira að fá leikmenn fyrr en það kostar líka að ná ekki árangri.“ Albert benti á að KA hefði misst marga sterka leikmenn síðustu ár en ekki fengið sams konar leikmenn í staðinn. „Þá vantar alvöru innspýtingu. [Römer] er karakter, maður hefur heyrt það, en hvort þetta leysir eitthvað hjá KA veit ég ekki,“ sagði Albet. Besta deild karla KA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Staða KA-manna, sem steinlágu gegn Víkingi um helgina 4-0 eftir 2-2 jafntefli á heimavelli við KR í fyrsta leik, var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um KA KA er nú búið að landa Rømer sem var fyrirliði Lyngby og er með mikla reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni. Gummi Ben benti hins vegar á það í Stúkunni í gær að Rømer hefði síðast verið í byrjunarliði Lyngby 1. desember og aðeins spilað eina mínútu síðan þá. „Ef við höfum áhyggjur af hinum sem eru að koma úr meiðslum og annað, ættum við ekki að hafa stórar áhyggjur af að það taki þennan svolítinn tíma að komast í leikform?“ spurði Gummi. „Þetta er karakter, þetta er fyrirliði, og það er alltaf jákvætt að fá þannig menn inn í liðið. Ég fylgdist vel með honum, sérstaklega hjá SönderjyskE og svo sá maður margar fréttir af honum þegar hann var að spila hjá Freysa [Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby]. Þetta er leikmaður með mótor. Það er mikil yfirferð hjá honum. Þetta er góður leikmaður. Ég skil því þessi kaup en það er rétt að hann þarf að vera í formi,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Hann er að verða 34 ára gamall og liðið þeirra er nú þegar helvíti þungt. Hallgrímur verður 35 ára í sumar, Rodri 36, Hrannar er að verða 33, Viðar 35 ára og fer meiddur af velli [gegn Víkingi]…“ bætti Albert Brynjar Ingason við. Gummi hélt svo áfram: „Það er ekkert leyndarmál fyrir norðan og ég held að Hallgrímur Jónasson yrði fyrsti maður til að viðurkenna það, að hann myndi vilja fá leikmenn mikið fyrr norður. KA er bara búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við varðandi styrkingu. Við sáum þetta á síðustu leiktíð. Viðar kom seint og það var bara seinni partinn sem hann var kominn í stand. Það kostar meira að fá leikmenn fyrr en það kostar líka að ná ekki árangri.“ Albert benti á að KA hefði misst marga sterka leikmenn síðustu ár en ekki fengið sams konar leikmenn í staðinn. „Þá vantar alvöru innspýtingu. [Römer] er karakter, maður hefur heyrt það, en hvort þetta leysir eitthvað hjá KA veit ég ekki,“ sagði Albet.
Besta deild karla KA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira