Lengja opnunartímann aftur Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 13:28 Í sumar verður hægt að synda í Laugardalslaug og flestum öðrum sundlaugum Reykjavíkurborgar til klukkan 22 um helgar. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði. Í fundargerð fundar menningar- og íþróttaráðs á föstudag segir að lögð hafi verið fram tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar þann 4. mars síðastliðinn, um að fela menningar- og íþróttaráði útfærslu á lengingu á sumaropnun sundlauga um helgar. Tillagan hafi verið svohljóðandi: „Lagt er til að lengja opnunartíma um klukkustund um helgar í öllum sundlaugum borgarinnar. Gildir þetta frá og með 1.júní 2025 til og með 31.ágúst 2025. Opið verður því til kl. 22:00 laugardaga og sunnudaga, utan Klébergslaugar á Kjalarnesi, en hún verður opin frá kl. 10:00 - 18:00.“ Fagna tillögunni Tillagan var samþykkt og fulltrúar í ráðinu lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeir fagni lengri opnunartíma sundlauga um helgar yfir sumartímann. Tekið sé mið af lögfestum útivistartíma barna og ungmenna sem aftur hafi mikilvægt forvarnargildi og stuðli að heilbrigðri samveru fjölskyldu og vina. Í greinargertð með tillögunni segir einnig að tillagan styðji við útivistarreglur barna. Útivistartíminn sé lengdur frá og með 1. júní til 1. september. Frá og með 1. september til 1. maí sé útivistartíminn styttri, eða til klukkan 20 fyrir börn tólf ára og yngri og til klukkan 22 fyrir þrettán til sextán ára. Tekjurnar vega upp á móti Í greinargerðinni segir að vænt útgjöld vegna aukins launakostnaðar séu um sjö milljónir króna miðað við þriggja mánaða sumaropnun í öllum laugum. Lenging opnunartíma um klukkustund kosti að jafnaði um 2,3 milljónir króna á mánuði í heild fyrir allar laugar. Aftur á móti segir að væntar tekjur séu taldar jafnast út á móti auknum rekstrarkostnaði. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Í fundargerð fundar menningar- og íþróttaráðs á föstudag segir að lögð hafi verið fram tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar þann 4. mars síðastliðinn, um að fela menningar- og íþróttaráði útfærslu á lengingu á sumaropnun sundlauga um helgar. Tillagan hafi verið svohljóðandi: „Lagt er til að lengja opnunartíma um klukkustund um helgar í öllum sundlaugum borgarinnar. Gildir þetta frá og með 1.júní 2025 til og með 31.ágúst 2025. Opið verður því til kl. 22:00 laugardaga og sunnudaga, utan Klébergslaugar á Kjalarnesi, en hún verður opin frá kl. 10:00 - 18:00.“ Fagna tillögunni Tillagan var samþykkt og fulltrúar í ráðinu lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeir fagni lengri opnunartíma sundlauga um helgar yfir sumartímann. Tekið sé mið af lögfestum útivistartíma barna og ungmenna sem aftur hafi mikilvægt forvarnargildi og stuðli að heilbrigðri samveru fjölskyldu og vina. Í greinargertð með tillögunni segir einnig að tillagan styðji við útivistarreglur barna. Útivistartíminn sé lengdur frá og með 1. júní til 1. september. Frá og með 1. september til 1. maí sé útivistartíminn styttri, eða til klukkan 20 fyrir börn tólf ára og yngri og til klukkan 22 fyrir þrettán til sextán ára. Tekjurnar vega upp á móti Í greinargerðinni segir að vænt útgjöld vegna aukins launakostnaðar séu um sjö milljónir króna miðað við þriggja mánaða sumaropnun í öllum laugum. Lenging opnunartíma um klukkustund kosti að jafnaði um 2,3 milljónir króna á mánuði í heild fyrir allar laugar. Aftur á móti segir að væntar tekjur séu taldar jafnast út á móti auknum rekstrarkostnaði.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09