„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 16:00 Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum. Þá fjölgar svikatilraunum oftast nær í hinum stafræna heimi. Í gær fékk samstarfsmaður minn meðfylgjandi tölvupóst sem virtist vera frá mér. Reyndar er íslenskan frekar klunnaleg, ég tel mig í það minnsta hafa betra vald á tungumálinu og því var tölvupósturinn ekki mjög trúverðugur. Skemmst er frá því að segja að við féllum ekki fyrir þessari tilraun. Pósturinn er hins vegar einn af fjölmörgum efnislega sambærilegum svikapóstum sem dynja á einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alla daga ársins. Í mörgum tilfellum eru skrifin á mun betri íslensku og auðvelt getur verið að falla fyrir þeim. Oft er veikasti hlekkurinn í svikum við mannfólkið og því er gott að hafa í huga að flýta sér hægt og sýna heilbrigða tortryggni er snýr að öllum samskiptum í hinum stafræna heimi. Þegar kemur að greiðslu fjármuna er gott að temja sér það verklag að staðfesta með símtali að greiðsla eigi að fara á viðkomandi stað. Vöxtur í svikatilraunum í gegnum skilaboð og símtöl Það er afar mikilvægt að fara sérstaklega varlega í kringum rafrænu skilríkin og opna þau ekki nema vera þess fullviss hvað er verið að samþykkja. Það hefur ítrekað verið varað við Messenger svindli þar sem óskað er eftir símanúmeri í gegnum Messenger. Í kjölfarið freistast glæpamennirnir að komast inn í gegnum samþykkt á rafrænum skilríkjum. Alla tengla sem fólk fær senda, hvort sem er á SMS formi, tölvupósti eða í gegnum samskiptaforrit, skal forðast að opna nema vera fullviss um hvað sé þar að baki, sérstaklega ef skilaboðin tengjast greiðslu fjármuna, t.d. meintri inneign hjá Skattinum eða skuld við Póstinn. Þá eru fjölmörg dæmi um svikatilraunir þar sem svikarar hringja úr því sem virðist vera íslensk símanúmer þó þeir séu yfirleitt enskumælandi. Í símtölunum er aðilum oftar en ekki talin trú um að viðkomandi eigi rafmyntir eða boðin fjárfestingatækifæri í rafmyntum. Best er að slíta slíkum símtölum strax enda að öllum líkindum tilraun til svika. Það sem skiptir máli er heilbrigð tortryggni og að láta ekki leiða sig í gildru. Þaulskipulögð svik sem nýta gervigreind í vaxandi mæli Svikararnir eru oftar en ekki hluti af glæpasamtökum sem verða sífellt þróaðri, skipulagðari og gerðir út af fjársterkum aðilum, jafnvel af þjóðríkjum. Þeir nýta sér gervigreind þannig að það getur oft verið erfitt að greina og verjast svikum. Nokkur góð ráð gegn svikum Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum eða gangið frá greiðslu fjármuna er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum. Til að mynda er gott að skoða hvort um rétt símanúmer, netfang eða slóð á heimasíðu sé að ræða. Velta fyrir sér hvort þú hafir átt von á skilaboðum, tölvupósti eða símtali frá viðkomandi aðila eða hvort mögulega sé um svikatilraun að ræða. Endurnýtið ekki lykilorð, notið lykilorðabanka og fjölþátta auðkenningu. Í sumum tilfellum geta fyrirtæki einnig tekið upp auðkennislykla. Þessar varúðarráðstafanir hafa bjargað háum fjárhæðum. Einnig er skynsamlegt að skoða reglulega kortayfirlit til að kanna hvort þar sé að finna greiðslur sem þú kannast ekki við. Fleiri ráð til að verjast netsvikum má finna á vefnum taktutvær.is Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Yfirleitt er hægt að byrja á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Sýnum árverkni og látum ekki glæpamenn skemma fyrir okkur páskana og taka frá okkur góða skapið. Gleðilega páska. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármál heimilisins Netglæpir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum. Þá fjölgar svikatilraunum oftast nær í hinum stafræna heimi. Í gær fékk samstarfsmaður minn meðfylgjandi tölvupóst sem virtist vera frá mér. Reyndar er íslenskan frekar klunnaleg, ég tel mig í það minnsta hafa betra vald á tungumálinu og því var tölvupósturinn ekki mjög trúverðugur. Skemmst er frá því að segja að við féllum ekki fyrir þessari tilraun. Pósturinn er hins vegar einn af fjölmörgum efnislega sambærilegum svikapóstum sem dynja á einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alla daga ársins. Í mörgum tilfellum eru skrifin á mun betri íslensku og auðvelt getur verið að falla fyrir þeim. Oft er veikasti hlekkurinn í svikum við mannfólkið og því er gott að hafa í huga að flýta sér hægt og sýna heilbrigða tortryggni er snýr að öllum samskiptum í hinum stafræna heimi. Þegar kemur að greiðslu fjármuna er gott að temja sér það verklag að staðfesta með símtali að greiðsla eigi að fara á viðkomandi stað. Vöxtur í svikatilraunum í gegnum skilaboð og símtöl Það er afar mikilvægt að fara sérstaklega varlega í kringum rafrænu skilríkin og opna þau ekki nema vera þess fullviss hvað er verið að samþykkja. Það hefur ítrekað verið varað við Messenger svindli þar sem óskað er eftir símanúmeri í gegnum Messenger. Í kjölfarið freistast glæpamennirnir að komast inn í gegnum samþykkt á rafrænum skilríkjum. Alla tengla sem fólk fær senda, hvort sem er á SMS formi, tölvupósti eða í gegnum samskiptaforrit, skal forðast að opna nema vera fullviss um hvað sé þar að baki, sérstaklega ef skilaboðin tengjast greiðslu fjármuna, t.d. meintri inneign hjá Skattinum eða skuld við Póstinn. Þá eru fjölmörg dæmi um svikatilraunir þar sem svikarar hringja úr því sem virðist vera íslensk símanúmer þó þeir séu yfirleitt enskumælandi. Í símtölunum er aðilum oftar en ekki talin trú um að viðkomandi eigi rafmyntir eða boðin fjárfestingatækifæri í rafmyntum. Best er að slíta slíkum símtölum strax enda að öllum líkindum tilraun til svika. Það sem skiptir máli er heilbrigð tortryggni og að láta ekki leiða sig í gildru. Þaulskipulögð svik sem nýta gervigreind í vaxandi mæli Svikararnir eru oftar en ekki hluti af glæpasamtökum sem verða sífellt þróaðri, skipulagðari og gerðir út af fjársterkum aðilum, jafnvel af þjóðríkjum. Þeir nýta sér gervigreind þannig að það getur oft verið erfitt að greina og verjast svikum. Nokkur góð ráð gegn svikum Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum eða gangið frá greiðslu fjármuna er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum. Til að mynda er gott að skoða hvort um rétt símanúmer, netfang eða slóð á heimasíðu sé að ræða. Velta fyrir sér hvort þú hafir átt von á skilaboðum, tölvupósti eða símtali frá viðkomandi aðila eða hvort mögulega sé um svikatilraun að ræða. Endurnýtið ekki lykilorð, notið lykilorðabanka og fjölþátta auðkenningu. Í sumum tilfellum geta fyrirtæki einnig tekið upp auðkennislykla. Þessar varúðarráðstafanir hafa bjargað háum fjárhæðum. Einnig er skynsamlegt að skoða reglulega kortayfirlit til að kanna hvort þar sé að finna greiðslur sem þú kannast ekki við. Fleiri ráð til að verjast netsvikum má finna á vefnum taktutvær.is Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Yfirleitt er hægt að byrja á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Sýnum árverkni og látum ekki glæpamenn skemma fyrir okkur páskana og taka frá okkur góða skapið. Gleðilega páska. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun