„Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:02 Rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir árásarmennirnir væru og telst málið óupplýst. Vísir/Vilhelm Hópur unglinga réðst á trans konu í Reykjavík síðastliðið haust. Árásin náðist á myndband en hún er enn óupplýst. Þetta kom fram í frétt RÚV í kvöld. Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru. Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Í viðtali sem birtist á RÚV í kvöld greindi trans kona frá því að hópur unglinga hefði ráðist á hana í Reykjavík síðastliðið haust. Konan flutti til Íslands fyrir tíu árum og hefur verið íslenskur ríkisborgari í sjö ár. „Ég yfirgaf heimaland mitt, fjölskyldu mína og allt fyrra líf til að freista gæfunnar á nýjum stað þar sem ég væri óhult. En á síðustu fimm árum hefur mér alls ekki liðið öruggri,“ sagði konan í viðtalinu þar sem hún kom fram nafnlaust. Konan segir árásina hafa átt sér stað fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class og segir drengina, sem voru átta talsins, hafa verið á aldrinum 15-18 ára. Hún segir þá hafa ráðist að sér með spörkum og höggum og að hún hafi óttast um líf sitt. Vinur konunnar kom henni til bjargar en var einnig laminn. Konan hlaut meðal annars glóðaraugu, brákað nef og brotna tönn og glímir ennþá við eymsli í baki. Árásarmennirnir huldu andlit sín með grímum og þekkti konan þá ekki. Hún segist viss um að árásin hafi verið hatursglæpur. „Þeir réðust á mig af því að ég er trans kona. Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig,“ sagði konan við RÚV. Árásin náðist á myndband en rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós hverjir voru að verki þar sem ekki var hægt að greina á upptökum hverjir árásarmennirnir væru.
Málefni trans fólks Lögreglumál Hinsegin Tengdar fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. 16. apríl 2025 19:45