„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 23:50 Flugvél flugfélagsins Mýflug en félagið dró verulega úr rekstri á dögunum. Skjáskot/Stöð 2 Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“ Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“
Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira