Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. apríl 2025 08:00 Lóan er komin og vorið kíkir undan vetri á sama tíma og fyrstu skemmtiferðaskipin koma til landsins. Móttaka skemmtiferðaskipa stendur á tímamótum í mörgum höfnum landsins þar sem sveitarfélög og hafnir hafa nýtt veturinn vel til undirbúnings og brugðist við nýrri aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu sem samþykkt var síðasta vor af þáverandi ferðamálaráðherra. Partur af þeirri aðgerðaráætlun snýr að álagsstýringu, þolmörkum og innviðauppbyggingu á vinsælum áfangastöðum. Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir fóru strax í metnaðarfullar vinnu við að móta stefnu um móttöku og þolmörk skemmtiferðaskipa í höfnum borgarinnar. Gríðarleg öflugur hópur kom að þessari vinnu, vel yfir eitt hundrað manns frá hagaðilum, íbúum, heilbrigðisgeira og landhelgisgæslu svo eitthvað sé nefnt. Borgarstjórn samþykkti svo nýja stefnu og ítarlega skýrslu í febrúar sl. Sjálfbær þróun Niðurstaða vinnunnar snýr að því að mæta áhyggjum Reykvíkinga um minni mengun, aukna sjálfbærni og viðmið um fjölda skemmtiferðaskipa. Vinnan dró einnig fram ýmislegt sem vert er að draga fram til stjórnvalda s.s. um að gerðar verði viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir landið í heild, að skoða verði álag og þolmörk í samhengi við fjölda ferðamanna t.d. á höfuðborgarsvæðinu og helstu áfangastöðum á suðvesturhorninu á sama degi. Sýn Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna er skýr og það er að áfangastaðurinn Reykjavík verði leiðandi í sjálfbærri þróun, bjóði upp á framúrskarandi þjónustu ogeinstaka náttúru og menningarupplifun þegar kemur að móttöku skemmtiferðaskipa á norðurslóðum. Mikil áhersla er á sjálfbæra þróun og stefnir Reykjavík að því að skapa jafnvægi milli efnahagslegs ávinnings og umhverfisverndar, þar sem hagsmunir íbúa, gesta og fyrirtækja eru hafðir að leiðarljósi. Bylting í móttöku hjá Faxaflóahöfnum Sumarið 2026 verður tekin í notkun ný farþegaskiptamiðstöð við Skarfabakka. Rúmlega 50% farþegar skemmtiferðaskipa sem nú kemur til hafna í Reykjavík eru skiptifarþegar sem hefja ferða með skipinu á Íslandi eða enda sína ferð hér. Þetta eru farþegar sem koma eða fara með flugi til og frá Íslandi. Gista hér og nýta sér alla almenna þjónustu sem ferðamenn gera. Þessir ferðamenn skilja að jafnaði eftir sig þrisvar sinnum meira en almennir gestir skemmtiferðaskipa og eru því afar verðmætir fyrir samfélagið. Faxaflóahafnir hafa unnið að því undanfarin ár að hækka hlutfall skiptifarþega og mun ný farþegaskiptamiðstöð verða bylting í móttöku og allri umgjörð hafnarinnar hvað varðar skipulag og öryggi. Samhliða er unnið að orkuskiptum skemmtiferðaskipa og innleidd hefur verið gjaldskrá norskri fyrirmynd, Environmental Port Index (EPI), með ívilnun eða álögum hafnargjalda eftir umhverfishegðun skipa. Markmiðið með þessu fjárhagslega hvatakerfi er að hvetja til komu umhverfisvænni og sjálfbærari skemmtiferðaskipa. Efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa Reykjavík Economics unnu skýrslu fyrir Faxaflóahafnir vorið 2024 um efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að fjárhagslegur ávinningur íslenska hagkerfisins er umtalsverður en efnahagslegt umfang vegna komu skemmtiferðaskipa er metið á 37,2 milljarða króna árið 2023. Heildarneysla farþega með skemmtiferðaskipum er 22-30 milljarðar, mest vegna Bandaríkjamanna. Tekjur hafna á Íslandi vegna skemmtiferðaskipa voru 3,4 milljarðar króna á árinu 2023 sem sýnir hvað þessi ferðaþjónusta skipta sveitarfélög og hafnir hringinn í kringum landið miklu máli. Allar fréttir af því að fjárhagslegt fótspor skemmtiferðaskipa sé lítið eru því stórlega ýktar og mikilvægt að halda því til haga að fjöldinn allur af fyrirtækjum skapa atvinnu vegna komu skemmtiferðaskipa á hverju ári sem hefur áhrif á útsvar og fasteignagjöld sveitarfélaga ásamt virðisaukaskatti sem rennur síðan til ríkisins. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði Haustið 2024 ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna að leggja fyrirvaralaust á nýtt innviðagjald sem er margfalt það gistináttagjald sem áður var búið að setja á farþega skemmtiferðaskipa. Gerir það ráð fyrir að gistináttagjald, sem áður var 1.000 kr. á hverja káetu, fari í 2.500 kr. á hvern farþega. Þetta er mikið inngrip í þennan hluta ferðaþjónustunnar. Slík fyrirvaralaus hækkun á þjónustu sem seld er nokkur ár fram í tímann getur framkallað mikið bakslag og haft langtímaáhrif á áfangastaðinn Ísland. Almennt er sátt um sanngjarna gjaldtöku en afar mikilvægt er að yfirvöld vinni slíkar áætlanir langt fram í tímann og passi sig á að verðleggja sig ekki út af markaðnum í einni hendingu. Sveitarfélög og hafnir hafa undanfarin misseri unnið hart að skipulagningu, innviðauppbyggingu og móttöku skemmtiferðaskipa í sátt við umhverfi og íbúa og því mikilvægt að ekki komi langvinnt bakslag í komu skemmtiferðaskipa á komandi árum því slíkt myndi hafa veruleg áhrif á sveitarfélög og hafnir landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður stjórnar Faxaflóahafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Hafnarmál Umhverfismál Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Lóan er komin og vorið kíkir undan vetri á sama tíma og fyrstu skemmtiferðaskipin koma til landsins. Móttaka skemmtiferðaskipa stendur á tímamótum í mörgum höfnum landsins þar sem sveitarfélög og hafnir hafa nýtt veturinn vel til undirbúnings og brugðist við nýrri aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu sem samþykkt var síðasta vor af þáverandi ferðamálaráðherra. Partur af þeirri aðgerðaráætlun snýr að álagsstýringu, þolmörkum og innviðauppbyggingu á vinsælum áfangastöðum. Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir fóru strax í metnaðarfullar vinnu við að móta stefnu um móttöku og þolmörk skemmtiferðaskipa í höfnum borgarinnar. Gríðarleg öflugur hópur kom að þessari vinnu, vel yfir eitt hundrað manns frá hagaðilum, íbúum, heilbrigðisgeira og landhelgisgæslu svo eitthvað sé nefnt. Borgarstjórn samþykkti svo nýja stefnu og ítarlega skýrslu í febrúar sl. Sjálfbær þróun Niðurstaða vinnunnar snýr að því að mæta áhyggjum Reykvíkinga um minni mengun, aukna sjálfbærni og viðmið um fjölda skemmtiferðaskipa. Vinnan dró einnig fram ýmislegt sem vert er að draga fram til stjórnvalda s.s. um að gerðar verði viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir landið í heild, að skoða verði álag og þolmörk í samhengi við fjölda ferðamanna t.d. á höfuðborgarsvæðinu og helstu áfangastöðum á suðvesturhorninu á sama degi. Sýn Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna er skýr og það er að áfangastaðurinn Reykjavík verði leiðandi í sjálfbærri þróun, bjóði upp á framúrskarandi þjónustu ogeinstaka náttúru og menningarupplifun þegar kemur að móttöku skemmtiferðaskipa á norðurslóðum. Mikil áhersla er á sjálfbæra þróun og stefnir Reykjavík að því að skapa jafnvægi milli efnahagslegs ávinnings og umhverfisverndar, þar sem hagsmunir íbúa, gesta og fyrirtækja eru hafðir að leiðarljósi. Bylting í móttöku hjá Faxaflóahöfnum Sumarið 2026 verður tekin í notkun ný farþegaskiptamiðstöð við Skarfabakka. Rúmlega 50% farþegar skemmtiferðaskipa sem nú kemur til hafna í Reykjavík eru skiptifarþegar sem hefja ferða með skipinu á Íslandi eða enda sína ferð hér. Þetta eru farþegar sem koma eða fara með flugi til og frá Íslandi. Gista hér og nýta sér alla almenna þjónustu sem ferðamenn gera. Þessir ferðamenn skilja að jafnaði eftir sig þrisvar sinnum meira en almennir gestir skemmtiferðaskipa og eru því afar verðmætir fyrir samfélagið. Faxaflóahafnir hafa unnið að því undanfarin ár að hækka hlutfall skiptifarþega og mun ný farþegaskiptamiðstöð verða bylting í móttöku og allri umgjörð hafnarinnar hvað varðar skipulag og öryggi. Samhliða er unnið að orkuskiptum skemmtiferðaskipa og innleidd hefur verið gjaldskrá norskri fyrirmynd, Environmental Port Index (EPI), með ívilnun eða álögum hafnargjalda eftir umhverfishegðun skipa. Markmiðið með þessu fjárhagslega hvatakerfi er að hvetja til komu umhverfisvænni og sjálfbærari skemmtiferðaskipa. Efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa Reykjavík Economics unnu skýrslu fyrir Faxaflóahafnir vorið 2024 um efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að fjárhagslegur ávinningur íslenska hagkerfisins er umtalsverður en efnahagslegt umfang vegna komu skemmtiferðaskipa er metið á 37,2 milljarða króna árið 2023. Heildarneysla farþega með skemmtiferðaskipum er 22-30 milljarðar, mest vegna Bandaríkjamanna. Tekjur hafna á Íslandi vegna skemmtiferðaskipa voru 3,4 milljarðar króna á árinu 2023 sem sýnir hvað þessi ferðaþjónusta skipta sveitarfélög og hafnir hringinn í kringum landið miklu máli. Allar fréttir af því að fjárhagslegt fótspor skemmtiferðaskipa sé lítið eru því stórlega ýktar og mikilvægt að halda því til haga að fjöldinn allur af fyrirtækjum skapa atvinnu vegna komu skemmtiferðaskipa á hverju ári sem hefur áhrif á útsvar og fasteignagjöld sveitarfélaga ásamt virðisaukaskatti sem rennur síðan til ríkisins. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði Haustið 2024 ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna að leggja fyrirvaralaust á nýtt innviðagjald sem er margfalt það gistináttagjald sem áður var búið að setja á farþega skemmtiferðaskipa. Gerir það ráð fyrir að gistináttagjald, sem áður var 1.000 kr. á hverja káetu, fari í 2.500 kr. á hvern farþega. Þetta er mikið inngrip í þennan hluta ferðaþjónustunnar. Slík fyrirvaralaus hækkun á þjónustu sem seld er nokkur ár fram í tímann getur framkallað mikið bakslag og haft langtímaáhrif á áfangastaðinn Ísland. Almennt er sátt um sanngjarna gjaldtöku en afar mikilvægt er að yfirvöld vinni slíkar áætlanir langt fram í tímann og passi sig á að verðleggja sig ekki út af markaðnum í einni hendingu. Sveitarfélög og hafnir hafa undanfarin misseri unnið hart að skipulagningu, innviðauppbyggingu og móttöku skemmtiferðaskipa í sátt við umhverfi og íbúa og því mikilvægt að ekki komi langvinnt bakslag í komu skemmtiferðaskipa á komandi árum því slíkt myndi hafa veruleg áhrif á sveitarfélög og hafnir landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður stjórnar Faxaflóahafna.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun