Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar 22. apríl 2025 07:00 Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun