Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar 23. apríl 2025 10:01 Erfitt reynst mér að þegja undir rándýrum áróðri kvótaþega í fjölmiðlum þessa dagana með nytsama sakleysingja sem aðalleikara, auðsveipa undirmenn. Að nota fjármuni á þann hátt sem þið gerið um þessar mundir, er í raun að beita "auðbeldi". Ég sendi þetta nýyrði hér með til Árnastofnunar. Við, almenningur þessar lands, og ekki síður þau sem þið hafið tekið lífsviðurværið frá í mörgum bæjum og þorpum landsins, búum ekki yfir auði til að svara ykkur. Við höfum ekkert nema orð og atkvæði okkar, auk vonar og trúar, en við vitum um leið að orð eru máttug og að trúin flytur fjöll. Leik ykkar má líkja við að senda skriðdrekadeild til að skjóta á hóp auðnutittlinga en orðið auðna merkir m.a. það þegar jörðin hristir af sér snjó og vetur. Það auðnar í náttúrinni um þessar mundir. Við setjum von okkar á sumar og réttlæti. Við biðjum um réttlæti í þessu landi. Auður er valtastur vina, segir í gömlu máltæki. Eins og allt vald spillir, þá gjörspillir alvald. Auður spillir líka og mikill auður fíflar frekt. Komið er að skuldadögum Að greiða fyrir greiðann. Þið eruð í stórri þakkarskuld við þjóð ykkar og fenguð grunninn að auði ykkar á silfurfati og á vafasömum forsendum. Illa upplýstir þingmenn veittu ykkur auðveldið, sem þið hafið í höndum og eflt með braski í skjóli spilltra stjórnálamanna, sem þið hafið keypt í sumum tilfellum, til þess að berjast fyrir ykkar málstað og halda á lofti ósanngjörnum kröfum um eignarhald á því sem þjóðin á. Kerfið sem stjórnvöld hafa leyft að þróast í sjávarútvegi er gjörspillt og fársjúkt og ennfremur fjársúkt. Ég veit hvað SFS merkir en freistandi er að leysa nafnið upp í SamtökFjárSjúkra. Auður sýkir, auður spillir, auður getur gengisfellt bæði siðvit og sóma. „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“ sagði Kristur. Hann sagði líka söguna af eyri ekkjunnar, en hún gaf af skorti sínum og gaf því mest. Margt gott býr í kristnum siðagrunni þjóðar okkar. Og nú bið ég ykkur að hætta árásum ykkar á almenning og spara þessar auglýsingar og láta peningana heldur renna í góðgerðarmál. Af nógu er að taka í þeim efnum. Hristið af ykkur slyðruorðið og forðist auðbeldið sem þið nú stundið. Viðsnúningur ykkar og væntanleg vöknungæti um leið verið sumargjöfhanda þeim sem leggja meir upp úr: fegurð lífs en fjármunum,samhjálp en sérhyggju,ást en auði,sannri vináttu en keyptri. Vonandi auðnar brátt á landi og ennfremur í heimi auðs og valda. Gleðilegt sumar! Lesandi getur hlustað á lestur höfundar á www.ornbardur.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Örn Bárður Jónsson Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Erfitt reynst mér að þegja undir rándýrum áróðri kvótaþega í fjölmiðlum þessa dagana með nytsama sakleysingja sem aðalleikara, auðsveipa undirmenn. Að nota fjármuni á þann hátt sem þið gerið um þessar mundir, er í raun að beita "auðbeldi". Ég sendi þetta nýyrði hér með til Árnastofnunar. Við, almenningur þessar lands, og ekki síður þau sem þið hafið tekið lífsviðurværið frá í mörgum bæjum og þorpum landsins, búum ekki yfir auði til að svara ykkur. Við höfum ekkert nema orð og atkvæði okkar, auk vonar og trúar, en við vitum um leið að orð eru máttug og að trúin flytur fjöll. Leik ykkar má líkja við að senda skriðdrekadeild til að skjóta á hóp auðnutittlinga en orðið auðna merkir m.a. það þegar jörðin hristir af sér snjó og vetur. Það auðnar í náttúrinni um þessar mundir. Við setjum von okkar á sumar og réttlæti. Við biðjum um réttlæti í þessu landi. Auður er valtastur vina, segir í gömlu máltæki. Eins og allt vald spillir, þá gjörspillir alvald. Auður spillir líka og mikill auður fíflar frekt. Komið er að skuldadögum Að greiða fyrir greiðann. Þið eruð í stórri þakkarskuld við þjóð ykkar og fenguð grunninn að auði ykkar á silfurfati og á vafasömum forsendum. Illa upplýstir þingmenn veittu ykkur auðveldið, sem þið hafið í höndum og eflt með braski í skjóli spilltra stjórnálamanna, sem þið hafið keypt í sumum tilfellum, til þess að berjast fyrir ykkar málstað og halda á lofti ósanngjörnum kröfum um eignarhald á því sem þjóðin á. Kerfið sem stjórnvöld hafa leyft að þróast í sjávarútvegi er gjörspillt og fársjúkt og ennfremur fjársúkt. Ég veit hvað SFS merkir en freistandi er að leysa nafnið upp í SamtökFjárSjúkra. Auður sýkir, auður spillir, auður getur gengisfellt bæði siðvit og sóma. „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“ sagði Kristur. Hann sagði líka söguna af eyri ekkjunnar, en hún gaf af skorti sínum og gaf því mest. Margt gott býr í kristnum siðagrunni þjóðar okkar. Og nú bið ég ykkur að hætta árásum ykkar á almenning og spara þessar auglýsingar og láta peningana heldur renna í góðgerðarmál. Af nógu er að taka í þeim efnum. Hristið af ykkur slyðruorðið og forðist auðbeldið sem þið nú stundið. Viðsnúningur ykkar og væntanleg vöknungæti um leið verið sumargjöfhanda þeim sem leggja meir upp úr: fegurð lífs en fjármunum,samhjálp en sérhyggju,ást en auði,sannri vináttu en keyptri. Vonandi auðnar brátt á landi og ennfremur í heimi auðs og valda. Gleðilegt sumar! Lesandi getur hlustað á lestur höfundar á www.ornbardur.com
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar