Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 13:01 Arnar Davíð Jónsson var kátur í mótslok eftir sigur á mótinu í Eskilstuna. pbasweden.se Íslenski keilukappinn Arnar Davíð Jónsson fagnaði sigri á sænska stórmótinu PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open. Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi Keila Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Sjá meira
Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Keila Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Sjá meira