Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 15:42 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið. Málið vakti mikla athygli haustið 2023 þegar norskir rekkafarar voru sendir í ferskvatnsár vestur á fjörðum til að freista þess að veiða þar eldislaxinn sem slapp. Langlestir laxarnir voru kynþroska og var óttast að rúmlega þúsund laxar leituðu í ár og gætu þannig blandast erfðablöndun við villt íslenska laxastofninn. Lögreglan á Vestfjörðum tók málið til rannsóknar eftir kæru Matvælastofnunar, MAST, í september 2023. MAST kærði Stein Ove Teiten framkvæmdastjóra Arctic Fish og stjórnarfólk venga slysasleppinganna. Töldu þau að skoða þyrfti hvort fólkið bæri refsiábyrgð á því að fiskurinn slapp úr kvínni með vanrækslu við fiskeldið. Lögregla hætti rannsókn í desember sama ár þar sem ekki var talinn grundvöllur til frekari rannsóknir. Gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings. „Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis,“ segir í færslu Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Helga Jenssonar. Embættið segist almennt ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála. Í færslunni er gerð undantekning á því. „Í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF,“ segir í færslu lögreglunnar. ASF er skammstöfun á Arctic Sea farm. „Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023.“ Þá hafi ríkissaksóknari staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það ætti rétt á þeim. Helgi Jensson er lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þá gagnrýnir lögreglustjórinn fjölmiðla fyrir umfjöllun sína og meint áhugaleysi um niðurstöðu málsins. Aðeins staðarmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafi flutt fréttir af endanlegri niðurstöðu. „Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara,“ segir í færslu lögreglustjórans. Hana má sjá í heild að neðan. Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Vesturbyggð Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Málið vakti mikla athygli haustið 2023 þegar norskir rekkafarar voru sendir í ferskvatnsár vestur á fjörðum til að freista þess að veiða þar eldislaxinn sem slapp. Langlestir laxarnir voru kynþroska og var óttast að rúmlega þúsund laxar leituðu í ár og gætu þannig blandast erfðablöndun við villt íslenska laxastofninn. Lögreglan á Vestfjörðum tók málið til rannsóknar eftir kæru Matvælastofnunar, MAST, í september 2023. MAST kærði Stein Ove Teiten framkvæmdastjóra Arctic Fish og stjórnarfólk venga slysasleppinganna. Töldu þau að skoða þyrfti hvort fólkið bæri refsiábyrgð á því að fiskurinn slapp úr kvínni með vanrækslu við fiskeldið. Lögregla hætti rannsókn í desember sama ár þar sem ekki var talinn grundvöllur til frekari rannsóknir. Gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hefði verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings. „Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis,“ segir í færslu Lögreglustjórans á Vestfjörðum, Helga Jenssonar. Embættið segist almennt ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála. Í færslunni er gerð undantekning á því. „Í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF,“ segir í færslu lögreglunnar. ASF er skammstöfun á Arctic Sea farm. „Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023.“ Þá hafi ríkissaksóknari staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það ætti rétt á þeim. Helgi Jensson er lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þá gagnrýnir lögreglustjórinn fjölmiðla fyrir umfjöllun sína og meint áhugaleysi um niðurstöðu málsins. Aðeins staðarmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafi flutt fréttir af endanlegri niðurstöðu. „Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara,“ segir í færslu lögreglustjórans. Hana má sjá í heild að neðan. Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
Atvik þegar lax slapp úr kvíum í Patreksfirði í ágúst 2023 - Niðurfelling staðfest. Þann 14. apríl sl., staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður mál vegna kæru MAST vegna þess atviks er laxar sluppu úr kví nr. 8 í fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf., (hér eftir ASF) í Patreksfirði, en MAST kærði framkvæmdarstjóra og stjórnarformann ASF. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði upphaflega hætt rannsókn málsins, en sú ákvörðun var kærð af MAST og fjölmörgum veiðifélögum og samtökum þeirra og ákvað ríkissaksóknari að rétt væri að málið yrði rannsakað að fullu og síðan tekin ákvörðun. Lögreglan á Vestfjörðum kláraði því rannsókn málsins og síðan var tekin ákvörðun um að fella málið niður þar sem það væri ekki líklegt til sakfellis. Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála, en í þessu máli gengu lögmenn veiðifélaga mjög hart fram í málflutningi sínum í fjölmiðlum um að lögreglustjórinn á Vestfjörðum væri bæði óhæfur lögfræðingur og ekki fær um að taka ákvarðanir í þessu mikilvæga máli og einnig vanhæfur í málinu vegna hagsmuna ASF á Vestfjörðum, sem mátti skilja þannig að lögreglan þyrði ekki að taka ákvarðanir sem gengju gegn ASF. Í áðurnefndri ákvörðun ríkissaksóknara er tekið undir sjónarmið lögreglunnar og niðurstaðan staðfest. Í henni kemur fram að ríkissaksóknari telur, eins og lögreglan að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að kærðu, framkvæmdarstjóri eða stjórnarmenn, hafi með athöfnum sínum eða athafnalaleysi sínu, valdið því, af ásetningi eða gáleysi, að eldisfiskur slapp úr sjókví ASF í Patreksfirði, í ágúst 2023. Jafnframt staðfesti ríkissaksóknari þá ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum að hafna beiðni Landssambands veiðifélaga um aðgang að gögnum málsins, vegna þess að sambandið hafi ekki sýnt fram á að það hefði slíka lögvarinna hagsmuna að gæta að það eigi rétt á að fá aðgang að gögnum málsins. Fjölmiðlar hafa frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið viðtöl við forsvarsmenn Landssambands veiðifélaga og forsvarsmenn veiðifélaga eða lögmenn þeirra. Nú þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir og ekki hægt að gagnrýna lögregluna lengur, er áhuginn hins vegar mjög lítill, en einungis vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur sýnt málinu áhuga og birt fréttir um ákvörðun ríkissaksóknara. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Vesturbyggð Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira