Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 19:43 Leigubílaröðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið til umræðu undanfarna mánuði vegna meints ófremdarástands þar sem leigubílstjórar eru sagðir neita að keyra fólk eða okra á farþegum. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. Friðrik Einarsson, leigubílstjóri sem kallar sig „Taxý hönter,“ kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir viku síðan og vakti þar athygli á stöðu íslensks leigubílamarkaðar sem hann líkti við villta vestrið eftir tilkomu nýju leigubílalaganna 2022. Sjá viðtal við Friðrik hér: „Þetta er eins og Hróaskelduhátíð í Leifsstöð“ Sagði hann að við flugstöð Leifs Eiríkssonar ríkti stjórnleysi vegna aðgerðarleysis Isavia þar sem leigubílstjórar kæmust upp með okur og dólgshátt. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, kom í Reykjavík síðdegis í dag og svaraði fyrir ásakanir í garð fyrirtækisins. Guðjón Helgason hjá Isavia svaraði fyrir ásakanir um aðgerðarleysi.Vísir/Arnar „Við leggjum mikla áherslu á það hjá okkur að upplifun ferðafólks sem er að fara í gegnum flugstöðina á öllum vígstöðvum sé með besta móti. Þarna líka eins og annars staðar. Við höfum hlustað á allar þær ábendingar sem við höfum fengið, meðal annars frá leigubílastöðvunum,“ sagði Guðjón. „Þannig að núna í byrjun maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma og hans hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að þeim reglum sem gilda á svæðinu sé fylgt. Og síðan mun starfsfólk sem er í flugstöðinni hafa reglubundnar gætur á svæðinu utan háannatíma þó það sé ekki föst viðvera þá.“ Skýrir skilmálar sem leigubílstjórar ganga undir „Leigubílastöðvarnar hafa kallað eftir þessu og við erum í raun og veru að bregðast við því. Það gilda ákveðnir skilmálar fyrir aðgang að leigubílasvæðinu og þar eru ýmsar reglur í gildi. Við erum í rauninni, meðal annars að setja upp skilti á svæðinu þannig farþegar sjái skýrt og skilmerkilega hverjar eru helstu reglurnar sem gilda,“ sagði Guðjón. Hverjar eru helstu reglurnar sem gilda? „Þessir skilmálar sem eru birtir á vefnum sem leigubílstjórar og stöðvarnar gangast undir til þess að fá aðgang að svæðinu. Og við erum meðal annars með töflu inni í skjalinu þar sem kemur fram hvaða brot varða brottvísun af svæðinu í tvær og fjórar vikur eða mögulega varanlega útilokun,“ sagði hann. Varanleg útilokun beiti leigubílstjórar ofbeldi Ástæður fyrir brottvísun eru margvíslegar að sögn Guðjóns. „Það eru meðal annars bílstjórar sem aðstoða ekki viðskiptavini með farangur eða annað slíkt. Það getur varðað brottvísun. Ef bílstjórinn neitar ferð þá getur það líka varðað brottvísun og það er lögð áhersla á það að bifreiðarnar séu með sýnilega verðskrá með upphafsgjaldi, kílómetragjaldi og mínútugjaldi. Það getur varðað brottvísun ef svo er ekki,“ sagði Guðjón. „Svo getur það varðað varanlegri útilokun ef um ofbeldisbeitingu er að ræða eða eitthvað slíkt. Það er skýrt tekið fram hvaða brot varða hversu langri brottvísun og það eiga allir leigubílstjórar sem eru á svæðinu að vera upplýstir um þetta,“ sagði hann. Að sögn Guðjóns hefur þurft að loka fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra í skemmri eða lengri tíma á síðustu mánuðum vegna brota á skilmálum Isavia. „Þannig það er alls ekki rétt að við séum ekki að bregðast við. Við erum að bregðast við þegar við vitum um mál og við erum að bregðast við með því að hlusta á það sem leigubílstjórar og stöðvarnar eru að biðja um,“ sagði Guðjón. Þurfa að fá að vita af málum til að geta brugðist við Leigubílstjórar hafa talað um að það þurfi að vera rekjanleiki þannig það sé hægt að kanna hvaða bílstjórar voru á ferðinni og hvert þeir fóru. Rekjanleiki bæði með greiðslur og hvert farþegunum er ekið, hvaða leiðir. „Við erum að auka upplýsingagjöfina til farþeganna með því að setja upp skilti þar sem koma fram reglurnar og upplýsingar um það. Þar eru líka leiðir gefnar upp sem farþegar geta farið til þess að upplýsa okkur um einhver brot á þeim reglum sem gilda. Vegna þess að til þess að vita að eitthvað hafi komið upp á þá þurfum við náttúrulega að fá að vita af því,“ sagði Guðjón. „Okkar fólk fylgist með og er þarna til þess að aðstoða farþega, leigubílstjóra og aðra inni á svæðinu.“ „Það er þá hægt að snúa sér að okkar fólki sem verður þarna á háannatíma til þess að veita upplýsingar um eitthvað sem hefur misfarist. Síðan þurfum við líka að fá að vita ef það eitthvað kemur upp á þannig það er hægt að hafa samband við okkur til þess að láta okkur vita og þá er hægt að bregðast við. Mögulega eru einhver mál sem eiga erindi til lögreglu, eða neytendayfirvalda eða Samgöngustofu sem er sá aðili sem hefur eftirlitið með þessari starfsgrein.“ Hvers vegna hefur Isavia ekki brugðist fyrr við ástandinu? „Við höfum leitað leiða til þess að fylgjast með þessu en við erum núna að taka á málinu hvað okkur varðar,“ sagði Guðjón. „En það eru ákveðnir hlutir sem snúa að þessu sem eiga heima hjá öðrum aðilum og það þarf að benda á það að það geta komið upp aðstæður þar sem lögregla þarf að skerast í leikinn og þar sem hlutirnir eiga heima á þeirra borði og eftir atvikum hjá Samgöngustofu.“ „En klárt mál, núna verður mönnun fyrir utan flugstöðina á háannatíma frá og með maí. Og við viljum fá ábendingar ef eitthvað er sem hefur misfarist,“ sagði hann. Leifubílstjórar hafi neitað styttri ferðum „Við förum ekki yfir einstaka mál en það er alveg klárt mál að við höfum þurft að loka fyrir aðgang leigubílstjórar. Það hefur verið gert þegar liggur fyrir að það hafi verið brot á þjónustuskilmálunum fyrir leigubílasvæðið við flugstöðina og þá grípum við inn í það,“ sagði Guðjón. Það sem við höfum aðallega heyrt kvartað yfir er að leigubílstjórar neiti styttri túrum, niðri í Keflavík eða Njarðvík og það svæði og svo að það sé verið að svína á viðskiptavinum hvað verð varðar. Er þetta eitthvað sem þið hafið heyrt? „Við höfum heyrt af því. En til þess að beina slíku í réttan farveg þurfum við að fá upplýsingar og staðfestingu og við erum með þessu skilti að reyna að ná til farþega. Ef að atburðarásin er þannig að þeir upplifi slíkt þá er leið til þess að hafa samband við okkur,“ sagði Guðjón. „En við getum ekki brugðist við nema að fá þessar upplýsingar,“ bætti hann við. Bíða með hækkun gjaldtöku fyrir leigubílstjóra Isavia stefndi að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega úr 490 krónum í 990 krónur. Hækka átti gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Guðjón sagði að eftir samtal við leigubílstjóra og aðra hagaðila við Keflavíkurflugvöll ákvað Isavia að bíða með hækkunina og skoða hana betur. „Síðan í framhaldinu mun nýtt gjald taka vísitölubreytingum frá næsta ári og þá ár hvert eftir það. En þetta gjald, 490 krónur, hefur ekki hækkað í tíu ár. Þannig það hefur að sjálfsögðu orðið ákveðinn þrýstingur á verðlag,“ sagði Guðjón. Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Friðrik Einarsson, leigubílstjóri sem kallar sig „Taxý hönter,“ kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir viku síðan og vakti þar athygli á stöðu íslensks leigubílamarkaðar sem hann líkti við villta vestrið eftir tilkomu nýju leigubílalaganna 2022. Sjá viðtal við Friðrik hér: „Þetta er eins og Hróaskelduhátíð í Leifsstöð“ Sagði hann að við flugstöð Leifs Eiríkssonar ríkti stjórnleysi vegna aðgerðarleysis Isavia þar sem leigubílstjórar kæmust upp með okur og dólgshátt. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, kom í Reykjavík síðdegis í dag og svaraði fyrir ásakanir í garð fyrirtækisins. Guðjón Helgason hjá Isavia svaraði fyrir ásakanir um aðgerðarleysi.Vísir/Arnar „Við leggjum mikla áherslu á það hjá okkur að upplifun ferðafólks sem er að fara í gegnum flugstöðina á öllum vígstöðvum sé með besta móti. Þarna líka eins og annars staðar. Við höfum hlustað á allar þær ábendingar sem við höfum fengið, meðal annars frá leigubílastöðvunum,“ sagði Guðjón. „Þannig að núna í byrjun maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma og hans hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að þeim reglum sem gilda á svæðinu sé fylgt. Og síðan mun starfsfólk sem er í flugstöðinni hafa reglubundnar gætur á svæðinu utan háannatíma þó það sé ekki föst viðvera þá.“ Skýrir skilmálar sem leigubílstjórar ganga undir „Leigubílastöðvarnar hafa kallað eftir þessu og við erum í raun og veru að bregðast við því. Það gilda ákveðnir skilmálar fyrir aðgang að leigubílasvæðinu og þar eru ýmsar reglur í gildi. Við erum í rauninni, meðal annars að setja upp skilti á svæðinu þannig farþegar sjái skýrt og skilmerkilega hverjar eru helstu reglurnar sem gilda,“ sagði Guðjón. Hverjar eru helstu reglurnar sem gilda? „Þessir skilmálar sem eru birtir á vefnum sem leigubílstjórar og stöðvarnar gangast undir til þess að fá aðgang að svæðinu. Og við erum meðal annars með töflu inni í skjalinu þar sem kemur fram hvaða brot varða brottvísun af svæðinu í tvær og fjórar vikur eða mögulega varanlega útilokun,“ sagði hann. Varanleg útilokun beiti leigubílstjórar ofbeldi Ástæður fyrir brottvísun eru margvíslegar að sögn Guðjóns. „Það eru meðal annars bílstjórar sem aðstoða ekki viðskiptavini með farangur eða annað slíkt. Það getur varðað brottvísun. Ef bílstjórinn neitar ferð þá getur það líka varðað brottvísun og það er lögð áhersla á það að bifreiðarnar séu með sýnilega verðskrá með upphafsgjaldi, kílómetragjaldi og mínútugjaldi. Það getur varðað brottvísun ef svo er ekki,“ sagði Guðjón. „Svo getur það varðað varanlegri útilokun ef um ofbeldisbeitingu er að ræða eða eitthvað slíkt. Það er skýrt tekið fram hvaða brot varða hversu langri brottvísun og það eiga allir leigubílstjórar sem eru á svæðinu að vera upplýstir um þetta,“ sagði hann. Að sögn Guðjóns hefur þurft að loka fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra í skemmri eða lengri tíma á síðustu mánuðum vegna brota á skilmálum Isavia. „Þannig það er alls ekki rétt að við séum ekki að bregðast við. Við erum að bregðast við þegar við vitum um mál og við erum að bregðast við með því að hlusta á það sem leigubílstjórar og stöðvarnar eru að biðja um,“ sagði Guðjón. Þurfa að fá að vita af málum til að geta brugðist við Leigubílstjórar hafa talað um að það þurfi að vera rekjanleiki þannig það sé hægt að kanna hvaða bílstjórar voru á ferðinni og hvert þeir fóru. Rekjanleiki bæði með greiðslur og hvert farþegunum er ekið, hvaða leiðir. „Við erum að auka upplýsingagjöfina til farþeganna með því að setja upp skilti þar sem koma fram reglurnar og upplýsingar um það. Þar eru líka leiðir gefnar upp sem farþegar geta farið til þess að upplýsa okkur um einhver brot á þeim reglum sem gilda. Vegna þess að til þess að vita að eitthvað hafi komið upp á þá þurfum við náttúrulega að fá að vita af því,“ sagði Guðjón. „Okkar fólk fylgist með og er þarna til þess að aðstoða farþega, leigubílstjóra og aðra inni á svæðinu.“ „Það er þá hægt að snúa sér að okkar fólki sem verður þarna á háannatíma til þess að veita upplýsingar um eitthvað sem hefur misfarist. Síðan þurfum við líka að fá að vita ef það eitthvað kemur upp á þannig það er hægt að hafa samband við okkur til þess að láta okkur vita og þá er hægt að bregðast við. Mögulega eru einhver mál sem eiga erindi til lögreglu, eða neytendayfirvalda eða Samgöngustofu sem er sá aðili sem hefur eftirlitið með þessari starfsgrein.“ Hvers vegna hefur Isavia ekki brugðist fyrr við ástandinu? „Við höfum leitað leiða til þess að fylgjast með þessu en við erum núna að taka á málinu hvað okkur varðar,“ sagði Guðjón. „En það eru ákveðnir hlutir sem snúa að þessu sem eiga heima hjá öðrum aðilum og það þarf að benda á það að það geta komið upp aðstæður þar sem lögregla þarf að skerast í leikinn og þar sem hlutirnir eiga heima á þeirra borði og eftir atvikum hjá Samgöngustofu.“ „En klárt mál, núna verður mönnun fyrir utan flugstöðina á háannatíma frá og með maí. Og við viljum fá ábendingar ef eitthvað er sem hefur misfarist,“ sagði hann. Leifubílstjórar hafi neitað styttri ferðum „Við förum ekki yfir einstaka mál en það er alveg klárt mál að við höfum þurft að loka fyrir aðgang leigubílstjórar. Það hefur verið gert þegar liggur fyrir að það hafi verið brot á þjónustuskilmálunum fyrir leigubílasvæðið við flugstöðina og þá grípum við inn í það,“ sagði Guðjón. Það sem við höfum aðallega heyrt kvartað yfir er að leigubílstjórar neiti styttri túrum, niðri í Keflavík eða Njarðvík og það svæði og svo að það sé verið að svína á viðskiptavinum hvað verð varðar. Er þetta eitthvað sem þið hafið heyrt? „Við höfum heyrt af því. En til þess að beina slíku í réttan farveg þurfum við að fá upplýsingar og staðfestingu og við erum með þessu skilti að reyna að ná til farþega. Ef að atburðarásin er þannig að þeir upplifi slíkt þá er leið til þess að hafa samband við okkur,“ sagði Guðjón. „En við getum ekki brugðist við nema að fá þessar upplýsingar,“ bætti hann við. Bíða með hækkun gjaldtöku fyrir leigubílstjóra Isavia stefndi að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega úr 490 krónum í 990 krónur. Hækka átti gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Guðjón sagði að eftir samtal við leigubílstjóra og aðra hagaðila við Keflavíkurflugvöll ákvað Isavia að bíða með hækkunina og skoða hana betur. „Síðan í framhaldinu mun nýtt gjald taka vísitölubreytingum frá næsta ári og þá ár hvert eftir það. En þetta gjald, 490 krónur, hefur ekki hækkað í tíu ár. Þannig það hefur að sjálfsögðu orðið ákveðinn þrýstingur á verðlag,“ sagði Guðjón.
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira