Valdimar verður með í forsetaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. apríl 2025 10:25 Valdimar Leó Friðriksson er sá fjórði sem býður sig fram til forseta. vísir/aðsend Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. Valdimar er sá fjórði sem býður sig fram til forseta en fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í dag. Valdimar hefur mikla reynslu af hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingarinnar og sömuleiðis stjórnmálastörfum. Í framboðstilkynningunni segir Valdimar að hann leggi „áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land.“ Framboðstilkynningu Valdimars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni. ÍSÍ Tengdar fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Valdimar er sá fjórði sem býður sig fram til forseta en fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í dag. Valdimar hefur mikla reynslu af hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingarinnar og sömuleiðis stjórnmálastörfum. Í framboðstilkynningunni segir Valdimar að hann leggi „áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land.“ Framboðstilkynningu Valdimars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni.
Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni.
ÍSÍ Tengdar fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn