Erlent

Úkraínskir her­menn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Vladimír Pútín hlustar á skýrslu Valery Gerasimov um stöðu mála í Kúrsk héraðinu.
Vladimír Pútín hlustar á skýrslu Valery Gerasimov um stöðu mála í Kúrsk héraðinu. EPA

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti að rússneski herinn hefði náð að hrekja hermenn Úkraínu úr Kúrskhéraðinu en talsmenn Úkraínu neita staðhæfingu forsetans. Yfirhershöfðingi Rússa staðfesti að norðurkóreskir hermenn taka þátt í stríðinu.

„Stjórn Kænugarðs hefur algjörlega mistekst“ sagði Pútín í myndbandsyfirlýsingu sem birt var fyrr í dag.

Í myndskeiðinu sést Valery Gerasimov, yfirhershöfðingja í Rússlandi, segja Pútín að allir úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrskhéraðinu eftir að Rússar tóku aftur yfir stjórn í bænum Gornal, síðasta hernumda bænum í Kúrsk.

Úkraínumenn gerðu óvænta innrás í Kúrskhéraðið í ágúst árið 2024 og söðluðu undir sig landsvæði í héraðinu. Síðan þá hafa hermenn Rússa unnið að því hrekja þá burt auk hermanna frá Norður-Kóreu.

Talsmenn Úkraínu segja hins vegar fullyrðingar Pútíns falskar og enn séu hermenn Úkraínuhers í Belogrodhéraðinu auk annarra svæða. 

Staðfesta aðstoð Norður-Kóreu

Fregnir bárust um miðjan desember að hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til að aðstoða rússneska herinn. Talið er að alls hafi um fjórtán þúsund hermenn verið sendir á vígvöllinn, þar af þrjú þúsund hermenn sem voru sendir til að bæta upp fyrir þá sem létust í átökunum.

Hingað til hafa Rússar ekki staðfesti að norðurkóreskir hermenn taki þátt en í myndskeiðinu heyrist Gerasimov hrósa þeim. Hann sagði norðurkóresku hermennina hafa sýnt „fagmennsku, hreysti, kjark og hugrekki“ á vígvellinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×