Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 12:02 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubílstjóra. Vísir/Friðrik Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar City Taxi sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær óttast að leigubílastöðvar hefðu ekki nægar upplýsingar um leigubílastjóra á sínum snærum. Þá hafa fréttir borist af því að konur óski í auknum mæli eftir leigubílum með kvenkyns leigubílstjórum. Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir það áhyggjuefni að almenningur treysti ekki leigubílstjórum. Reynslulausir ökumenn á götunum „Það á náttúrulega ekki að mismuna bílstjórum eftir kyni frekar en þjóðerni. Það eiga bara allir að uppfylla jafnt skilyrði þess að vera treystandi fyrir leiguakstri og það kemur náttúrulega í ljós með því að bílstjórar eru látnir stunda leiguakstur í starfsnámi áður en þeir fara að reka eigin leigubíl og á þeim tíma sem þeir eru að keyra í afleysingum hjá öðrum og eru undir tilsjón annarra er hægt að sjá hvernig þeim gengur og hvort það heyrist eitthvað misjafnt af þeim, hvort þeir misbjóði farþegum eða sinni vinnunni ekki vel og þá bara halda þeir ekkert áfram.“ Ekki sé lengur skylda að taka starfsnámið og því keyri reynslulausir ökumenn leigubílum. Daníel segir umtalaðar breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn enn draga dilk á eftir sér. Hann segir að verið sé að bæta eftirlit á Norðurlöndum með leigubílaakstri, til dæmis standi til að taka í notkun litaðar númeraplötur í Finnlandi sem muni auðvelda eftirlit í framkvæmd. Daníel segir ýmislegt til ráða til að sporna gegn þessari þróun hér á landi. „Það er til ráða að hafa eftirlit með úthlutun, hún getur ekki gengið upp endalaust, að dæla út leyfum og enginn getur lifað á því. Þetta er eins og gullæðið forðum. Það lifir enginn á þessu, og þá verða fyrir rest mjög léleg þjónusta og stöðvarnar gefast líka upp því þær halda ekki rekstri.“ Mikil fækkun kvenkyns leigubílstjóra Hann segir að eftir breytingar á lögum um leigubílamarkaðinn hafi orðið mikil fækkun á kvenkyns leigubílstjórum, þær séu nú einungis átta prósent félagsmanna. „Helmingur farþeganna eru konur og ef það eiga bara konur að keyra þær þá þarf að fjölga kvenkyns bílstjórum en það gengur ekki upp, það eiga allir að uppfylla skilyrðin til þess að þjóna öllum.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira