Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 22:57 Kim Kardashian var ein á hótelherbergi árið 2016 þegar fimm menn brutust inn. EPA Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið. Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað. Frakkland Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað.
Frakkland Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira