Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2025 11:01 DeAndre Kane átti góðan leik í Garðabænum í gær. stöð 2 sport DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli. Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Sjá meira
Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Sjá meira
„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43
„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34