Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2025 12:31 Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimir Már Pétursson Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Flokkur fólksins Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar