„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. maí 2025 21:32 Hörður er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. vísir / diego Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu. „Auðvitað hefði ég viljað enda ferilinn á sigurleik. Ég er svekktur eins og staðan er núna, að tapa þessum leik, en svo eftir nokkra daga fer maður að líta til baka á það sem maður hefur áorkað. Þá kannski lítur maður til baka með stolti, eða ekki, ég veit það ekki. Ég veit bara að þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ sagði Hörður í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Álftanes tapaði með fimmtán stigum og Stólarnir komust áfram í úrslit. Tindastóll sendi Álftanes í sumarfrí, og lauk ferli Harðar, í kvöld.vísir / diego Hörður hefur verið einn besti leikstjórnandi landsins um árabil. Hann gekk til liðs við Álftanes þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann farið með liðinu í átta liða úrslit gegn Keflavík og undanúrslit gegn Tindastóli, auk þess að hafa náð í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur einnig spilað með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Fyrir íslenska landsliðið á Hörður að baki 86 leiki en hann fór með liðinu á tvö Evrópumót. „EuroBasket 2015 var held ég toppurinn, það var einstakt, en á sama tíma er fullt af hlutum sem standa upp úr. Eins og í dag, að spila minn seinasta leik með bróður minn sem þjálfara og besta vin minn með mér í liðinu, það er eitthvað sem ég er mjög ánægður með og stoltur af því að vera hluti af því sem er að gerast hér á Álftanesi.“ Hörður í leik með íslenska landsliðinu. Hátindur ferilsins hjá honum var EuroBasket 2015. vísir Í janúar á síðasta ári varð Hörður stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, með yfir tvö þúsund stoðsendingar á sínum ferli. Hann sagðist ekki viss um hvað tæki við að ferlinum loknum, hann ætlaði núna að hlúa að fjölskyldunni og gat ekki svarað því hvort hann myndi koma að þjálfun á næstunni. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Auðvitað hefði ég viljað enda ferilinn á sigurleik. Ég er svekktur eins og staðan er núna, að tapa þessum leik, en svo eftir nokkra daga fer maður að líta til baka á það sem maður hefur áorkað. Þá kannski lítur maður til baka með stolti, eða ekki, ég veit það ekki. Ég veit bara að þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ sagði Hörður í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Álftanes tapaði með fimmtán stigum og Stólarnir komust áfram í úrslit. Tindastóll sendi Álftanes í sumarfrí, og lauk ferli Harðar, í kvöld.vísir / diego Hörður hefur verið einn besti leikstjórnandi landsins um árabil. Hann gekk til liðs við Álftanes þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum. Á þeim tíma hefur hann farið með liðinu í átta liða úrslit gegn Keflavík og undanúrslit gegn Tindastóli, auk þess að hafa náð í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur einnig spilað með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Fyrir íslenska landsliðið á Hörður að baki 86 leiki en hann fór með liðinu á tvö Evrópumót. „EuroBasket 2015 var held ég toppurinn, það var einstakt, en á sama tíma er fullt af hlutum sem standa upp úr. Eins og í dag, að spila minn seinasta leik með bróður minn sem þjálfara og besta vin minn með mér í liðinu, það er eitthvað sem ég er mjög ánægður með og stoltur af því að vera hluti af því sem er að gerast hér á Álftanesi.“ Hörður í leik með íslenska landsliðinu. Hátindur ferilsins hjá honum var EuroBasket 2015. vísir Í janúar á síðasta ári varð Hörður stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi, með yfir tvö þúsund stoðsendingar á sínum ferli. Hann sagðist ekki viss um hvað tæki við að ferlinum loknum, hann ætlaði núna að hlúa að fjölskyldunni og gat ekki svarað því hvort hann myndi koma að þjálfun á næstunni.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira