Ákalli svarað með afreksmiðstöð Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2025 08:32 Vésteinn Hafsteinsson og Kristín Birna hjá ÍSÍ með Eygló Fanndal Sturludóttur og Valgarði Reinhardssyni afreksfólki í íþróttum Vísir/Ívar Fannar Afreksmiðstöð Íslands, stjórnstöð afreksíþrótta hér á landi var ýtt úr vör í gær. Tilgangur hennar er að skapa okkar fremsta íþróttafólki vettvang til að komast í hóp þeirra bestu á alþjóðlegum vettvangi. Miðstöðin er ekki fjármögnuð að fullu en samtakamátt alls samfélagsins þarf til að sjá til þess að hún blómstri. „Þetta er stjórntæki afreksíþrótta í landinu,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, fráfarandi afreksstjóri ÍSÍ sem mun taka við stöðu ráðgjafa í hinni nýju afreksmiðstöð. „Miðlægt stjórntæki því ef öll sérsamböndin væru sjálfbær þá gætum við verið með þessa vinnu sjálf, það er ekki þannig. Við erum því að ráða fólk í vinnum. Sálfræðinga, næringarfræðinga, styrktar- og úthaldsþjálfara og svo framvegis í sambandi við að hjálpa sérsamböndunum að hjálpa sér sjálfum í að ná betri árangri í íþróttum og búa til þessa umgjörð sem er alls staðar gert í kringum okkur. Núna erum við að koma þessu af stað.“ Að byggja upp og styðja við afreksíþróttafólk og skapa þeim aðstæður til komast í hóp þeirra bestu á alþjóðlegum vettvangi. Sú vinna hefst snemma og hún hefst hér heima. Efnilegt íþróttafólk og lið, líkleg til að ná árangri, eru valin eftir ákveðnum viðmiðum. Með öflugum stuðningi við afreksíþróttafólkið verða um leið til betri þjálfarar, dómarar og leiðtogar. Tilgangur Afreksmiðstöðvar Íslands Afreksmiðstöðin, sem lesa má nánar um á meðfylgjandi heimasíðu, er afrakstur áratuga langrar vinnu en sem faglegur vettvangur fyrir afreksfólk Íslands mun miðstöðin einnig starfa náið með sérsamböndum ÍSÍ sem og íþróttafélögum landsins, framhaldsskólum, háskólum, vísindasamfélaginu sem og okkar helstu sérfræðingum. Verkefnið er þó ekki fjármagnað að fullu. „Nei ekki fullfjármagnað en það er vinna í gangi, bæði í sambandi við fjármálaáætlun næstu ára að vori og fjárlög að hausti. Þetta gengur út á samskipti, samvinnu og samræði við ráðamenn,“ segir Vésteinn. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, segir það vissulega vonbrigði að aðeins stefni í að Ísland eigi fimm fulltrúa á Ólympíuleikunum í París.Vísir/Ívar „Styrkleiki þessa verkefnis er sá að íþróttahreyfingin með ríki, sveitarfélögum atvinnulífinu og skólakerfinu er að vinna í þessu saman. Það gengur út á að við séum að átta okkur á því að við vinnum gullið út frá flottu þjóðfélagi á sama tíma og við erum að vinna í lýðheilsu, farsæld barna og unglinga, almenningsíþróttum og svo erum við líka að búa til dómara og þjálfara. Allt þetta gerir það að verkum að þetta er endalaust forvarnarstarf. Endalaust að koma í veg fyrir skaðann og ekki hlaupa til þegar að hann er þegar skeður. Sjá til þess að krakkar séu bæði í menningu, listum og íþróttum. Það er það besta sem krakkar geta gert og út úr því kemur gullið. Svoleiðis hugsum við þetta til langs tíma.“ Evrópumeistarinn Eygló spennt Og nýtilkomin afreksmiðstöð er spennandi í augum einnar af okkar helstu afreksíþróttamönnum Eygló Fanndal Sturludóttur sem varð á dögunum Evrópumeistari í Ólympískum lyftingum. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín á EM.Instagram/@eyglo_fanndal „Þetta lítur ótrúlega vel út og ég er ekkert smá spennt fyrir því hvað þetta mun gera fyrir okkur íþróttafólkið. Ég held að þetta muni hjálpa okkur alveg gríðarlega mikið og er mjög spennt fyrir þessu.“ Hvað er það einna helst sem að gerir þig spennta fyrir þessu? „Það sem mun aðallega hjálpa mér er þessi umgjörð sem verður í kringum mann. Maður þarf svo ótrúlega mikla hjálp þegar að maður er í afreksíþróttum, maður gerir þetta ekki einn. Það verður mjög gott að hafa allt þetta fagfólk í kringum sig sem getur leiðbeint og hjálpað manni, svo mun þessi launasjóður nýtast gríðarlega vel.“ Eygló nefnir þarna launasjóð afreksmiðstöðvarinnar sem er ætlað að létta undir fjárhagslega með okkar afreksfólki og auðvelda því að einblína á sína íþrótt. „Það spilar auðvitað mjög mikið inn í. Maður er á æfingu allan daginn, er ekki að ná að vinna launaða vinnu og þetta er til margra ára sem maður er að stunda sína íþrótt. Það eru ekkert allir sem hafa tækifæri á að velja þessa leið í lífinu, að stunda íþróttir og vera tekjulaus í þetta mörg ár. Þetta mun hjálpa og ég er líka bara spennt að sjá aðra geta sinnt sinni íþrótta enn þá betur og fara alla leið.“ Ákalli síðustu ára svarað Kristín Birna Ólafsdóttir, sem tekur við stöðu Vésteins Hafsteinssonar sem afreksstjóri ÍSÍ, segir að með afreksmiðstöðinni sé verið að svara ákalli undanfarinna ára. Kristín Birna Ólafsdóttir tekur við stöðu afreksstjóra ÍSÍVísir/Ívar „Það hefur verið ákall eftir afreksmiðstöð í fjöldamörg ár og mikið samtal átt sér stað innan sem og utan íþróttahreyfingarinnar um að efla umgjörð afreksíþróttafólksins, toppanna okkar. Það er ekki nóg, ef við ætlum að vera samkeppnishæf á alþjóðavísu, að vera með hæfileikana, vera duglegur og með góðan þjálfara þó þetta sé allt lykilatriði. Þetta þarf þessa umgjörð sem við erum að skapa í dag með fagfólki á mismunandi sviðum. Við erum að tala um sálfræðinga, næringarfræðinga og allt þetta fagfólk sem verður að vera til staðar fyrir afreksíþróttafólkið okkar. Þetta er mjög mikilvægt skref fyrir afreksíþróttir á Íslandi og ég er rosalega spennt fyrir framhaldinu.“ Gullni þráðurinn í öllu starfi miðstöðvarinnar sé að skapa umhverfi fyrir okkar afreksíþróttafólk til að sækja fram. „Það er bara akkúrat markmiðið með þessu. Að hjálpa íþróttafólkinu að verða besta útgáfan af sjálfu sér. Þau geta gert það með því að helga sínu lífi algjörlega íþróttinni.“ ÍSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira
„Þetta er stjórntæki afreksíþrótta í landinu,“ segir Vésteinn Hafsteinsson, fráfarandi afreksstjóri ÍSÍ sem mun taka við stöðu ráðgjafa í hinni nýju afreksmiðstöð. „Miðlægt stjórntæki því ef öll sérsamböndin væru sjálfbær þá gætum við verið með þessa vinnu sjálf, það er ekki þannig. Við erum því að ráða fólk í vinnum. Sálfræðinga, næringarfræðinga, styrktar- og úthaldsþjálfara og svo framvegis í sambandi við að hjálpa sérsamböndunum að hjálpa sér sjálfum í að ná betri árangri í íþróttum og búa til þessa umgjörð sem er alls staðar gert í kringum okkur. Núna erum við að koma þessu af stað.“ Að byggja upp og styðja við afreksíþróttafólk og skapa þeim aðstæður til komast í hóp þeirra bestu á alþjóðlegum vettvangi. Sú vinna hefst snemma og hún hefst hér heima. Efnilegt íþróttafólk og lið, líkleg til að ná árangri, eru valin eftir ákveðnum viðmiðum. Með öflugum stuðningi við afreksíþróttafólkið verða um leið til betri þjálfarar, dómarar og leiðtogar. Tilgangur Afreksmiðstöðvar Íslands Afreksmiðstöðin, sem lesa má nánar um á meðfylgjandi heimasíðu, er afrakstur áratuga langrar vinnu en sem faglegur vettvangur fyrir afreksfólk Íslands mun miðstöðin einnig starfa náið með sérsamböndum ÍSÍ sem og íþróttafélögum landsins, framhaldsskólum, háskólum, vísindasamfélaginu sem og okkar helstu sérfræðingum. Verkefnið er þó ekki fjármagnað að fullu. „Nei ekki fullfjármagnað en það er vinna í gangi, bæði í sambandi við fjármálaáætlun næstu ára að vori og fjárlög að hausti. Þetta gengur út á samskipti, samvinnu og samræði við ráðamenn,“ segir Vésteinn. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, segir það vissulega vonbrigði að aðeins stefni í að Ísland eigi fimm fulltrúa á Ólympíuleikunum í París.Vísir/Ívar „Styrkleiki þessa verkefnis er sá að íþróttahreyfingin með ríki, sveitarfélögum atvinnulífinu og skólakerfinu er að vinna í þessu saman. Það gengur út á að við séum að átta okkur á því að við vinnum gullið út frá flottu þjóðfélagi á sama tíma og við erum að vinna í lýðheilsu, farsæld barna og unglinga, almenningsíþróttum og svo erum við líka að búa til dómara og þjálfara. Allt þetta gerir það að verkum að þetta er endalaust forvarnarstarf. Endalaust að koma í veg fyrir skaðann og ekki hlaupa til þegar að hann er þegar skeður. Sjá til þess að krakkar séu bæði í menningu, listum og íþróttum. Það er það besta sem krakkar geta gert og út úr því kemur gullið. Svoleiðis hugsum við þetta til langs tíma.“ Evrópumeistarinn Eygló spennt Og nýtilkomin afreksmiðstöð er spennandi í augum einnar af okkar helstu afreksíþróttamönnum Eygló Fanndal Sturludóttur sem varð á dögunum Evrópumeistari í Ólympískum lyftingum. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín á EM.Instagram/@eyglo_fanndal „Þetta lítur ótrúlega vel út og ég er ekkert smá spennt fyrir því hvað þetta mun gera fyrir okkur íþróttafólkið. Ég held að þetta muni hjálpa okkur alveg gríðarlega mikið og er mjög spennt fyrir þessu.“ Hvað er það einna helst sem að gerir þig spennta fyrir þessu? „Það sem mun aðallega hjálpa mér er þessi umgjörð sem verður í kringum mann. Maður þarf svo ótrúlega mikla hjálp þegar að maður er í afreksíþróttum, maður gerir þetta ekki einn. Það verður mjög gott að hafa allt þetta fagfólk í kringum sig sem getur leiðbeint og hjálpað manni, svo mun þessi launasjóður nýtast gríðarlega vel.“ Eygló nefnir þarna launasjóð afreksmiðstöðvarinnar sem er ætlað að létta undir fjárhagslega með okkar afreksfólki og auðvelda því að einblína á sína íþrótt. „Það spilar auðvitað mjög mikið inn í. Maður er á æfingu allan daginn, er ekki að ná að vinna launaða vinnu og þetta er til margra ára sem maður er að stunda sína íþrótt. Það eru ekkert allir sem hafa tækifæri á að velja þessa leið í lífinu, að stunda íþróttir og vera tekjulaus í þetta mörg ár. Þetta mun hjálpa og ég er líka bara spennt að sjá aðra geta sinnt sinni íþrótta enn þá betur og fara alla leið.“ Ákalli síðustu ára svarað Kristín Birna Ólafsdóttir, sem tekur við stöðu Vésteins Hafsteinssonar sem afreksstjóri ÍSÍ, segir að með afreksmiðstöðinni sé verið að svara ákalli undanfarinna ára. Kristín Birna Ólafsdóttir tekur við stöðu afreksstjóra ÍSÍVísir/Ívar „Það hefur verið ákall eftir afreksmiðstöð í fjöldamörg ár og mikið samtal átt sér stað innan sem og utan íþróttahreyfingarinnar um að efla umgjörð afreksíþróttafólksins, toppanna okkar. Það er ekki nóg, ef við ætlum að vera samkeppnishæf á alþjóðavísu, að vera með hæfileikana, vera duglegur og með góðan þjálfara þó þetta sé allt lykilatriði. Þetta þarf þessa umgjörð sem við erum að skapa í dag með fagfólki á mismunandi sviðum. Við erum að tala um sálfræðinga, næringarfræðinga og allt þetta fagfólk sem verður að vera til staðar fyrir afreksíþróttafólkið okkar. Þetta er mjög mikilvægt skref fyrir afreksíþróttir á Íslandi og ég er rosalega spennt fyrir framhaldinu.“ Gullni þráðurinn í öllu starfi miðstöðvarinnar sé að skapa umhverfi fyrir okkar afreksíþróttafólk til að sækja fram. „Það er bara akkúrat markmiðið með þessu. Að hjálpa íþróttafólkinu að verða besta útgáfan af sjálfu sér. Þau geta gert það með því að helga sínu lífi algjörlega íþróttinni.“
ÍSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira