Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 06:55 Jörð hefur reglulega skolfið ofan við Mýrar í Borgarbyggð frá árinu 2021. Vísir/KMU Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Að sögn Steinunnar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð skjálftinn um klukkan 06:15 í morgun og samkvæmt fyrstu yfirferð upp úr klukkan 06:30 sé hann 3,7 að stærð. Sem áður segir varð annar skjálfti sömu stærðar þann 15. apríl síðastliðinn. Þáttaskil á dögunum Þá sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að þáttaskil hefðu orðið í Ljósufjallakerfinu nokkrum dögum áður þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum.“ Engir eftirskjálftar Steinunn segir að almennt séð hafi verið nokkur skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu frá árinu 2021 og erfitt sé að lesa mikið í stakan stóra skjálfta sem þann sem varð í morgun. „Það er ekki að fylgja nein eftirskjálftavirkni. Við erum vön að sjá hrynur á þessu svæði en það er ekki nein slík að eiga sér stað núna, þetta er bara stakur skjálfti.“ Þá segir hún að skjálftinn hafi orðið á mjög miklu dýpi, rúmlega átján kílómetra, og því séu líkur á að kvikuhreyfing sé á miklu dýpi. Engin hætta sé talin á yfirvofandi eldgosi, enda tæki það kviku langan tíma að komast til yfirborðs af svo miklu dýpi. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sjá meira
Að sögn Steinunnar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð skjálftinn um klukkan 06:15 í morgun og samkvæmt fyrstu yfirferð upp úr klukkan 06:30 sé hann 3,7 að stærð. Sem áður segir varð annar skjálfti sömu stærðar þann 15. apríl síðastliðinn. Þáttaskil á dögunum Þá sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að þáttaskil hefðu orðið í Ljósufjallakerfinu nokkrum dögum áður þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum.“ Engir eftirskjálftar Steinunn segir að almennt séð hafi verið nokkur skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu frá árinu 2021 og erfitt sé að lesa mikið í stakan stóra skjálfta sem þann sem varð í morgun. „Það er ekki að fylgja nein eftirskjálftavirkni. Við erum vön að sjá hrynur á þessu svæði en það er ekki nein slík að eiga sér stað núna, þetta er bara stakur skjálfti.“ Þá segir hún að skjálftinn hafi orðið á mjög miklu dýpi, rúmlega átján kílómetra, og því séu líkur á að kvikuhreyfing sé á miklu dýpi. Engin hætta sé talin á yfirvofandi eldgosi, enda tæki það kviku langan tíma að komast til yfirborðs af svo miklu dýpi.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sjá meira