Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar 9. maí 2025 12:02 Í gær var frumsýnd mynd eftir David Attenborough sem heitir einfaldlega Ocean, eða Haf. Myndin er sláandi vitnisburður um rányrkju hafsins af hendi mannsins. Togveiðar fá sérstaka útreið þar sem Attenborough líkir botntrollstogurum við jarðýtur sem rífa hafsbotninn með slíkum krafti að „slóð eyðileggingarinnar sést úr geimnum.“ Þó svört mynd hafi verið dregin upp af ástandi hafsins þá var boðskapurinn ekki sá að banna ætti allar fiskveiðar, enda hafa þær fylgt manninum frá örófi alda. Attenborough bauð upp á tvíþátta lausn: annars vegar að vernda 30% hafsvæðis á heimsvísu, hins vegar að strandsamfélög fái forgang með hefðbundin veiðarfæri. Nú á eflaust eftir að fara af stað mikil umræða um réttmæti þess sem haldið er fram í myndinni, hvort þær líffræðilegu forsendur sem hún byggir á séu réttmætar eður ei, en sú umræða mun að öllum líkindum fara fram í afmörkuðum hópi hagaðila. Sjálfur hef ég engar forsendur til að meta það, en eitt er víst: boðskapur myndarinnar mun ná til tuga milljóna manna. Áhrif á okkar mikilvægustu markaði Hér ætla ég að einblína á möguleg markaðs- og efnahagsáhrif myndarinnar. Efni hennar mun snerta marga hjartastrengi og ég hef miklar áhyggjur af því hvernig neytendur munu bregðast við og hvað það þýðir fyrir íslenskan sjávarútveg. Í Bretlandi er Attenborough þjóðargersemi númer 1 og trónir á toppi lista yfir þær opinberu persónur sem almenningur treystir best. Þegar hann talar hlustar fólk og tekur alvarlega það sem hann segir. Það er út af hinum svokölluðu Attenborough áhrifum sem plaströr fóru veg allra vega og tappar eru nú fastir við flöskur. Ef togveiðar fá á sig svartan stimpil fyrir tilstilli Attenboroughs mun það hafa víðtæk áhrif á neytendamynstur á breskum og evrópskum mörkuðum. Ef til vill eru íslenskar togveiðar af öðrum toga en það sem Kínverjar taka sér fyrir hendur eftirlitslausir í einskismannslandi og því ósanngjarnt að setja þær undir sama hatt, en það sem mun gerast hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef við skoðum Bretland, okkar mikilvægasta markað, aðeins nánar má sjá að þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni heldur á þessi þróun sér áratuga langa sögu. Bretar hafa löngum viljað sjálfbæran fisk en eru í auknum mæli að missa trú á vottanir á borð við MSC. Í stórmörkuðum er fiskur merktur eftir veiðarfærum og í betri verslunum á borð við Waitrose, Marks & Spencer og Sainsury‘s er allur fiskur í lúxuslínum þeirra krókaveiddur. Eins og sjá má á markaðssetningu þessa fisks eru það ekki eingöngu gæðin sem skipta neytendur máli heldur einnig áhrif á vistkerfið. Þetta viðhorf breskra neytenda til sjávarfangs endurspeglast í því verði sem þeir eru tilbúnir til að greiða fyrir fisk. Í ritrýndri grein á vegum hinnar virtu norsku rannsóknarstofnunar Nofima kemur fram að Bretar borga 18% meira fyrir krókaveiddan þorsk heldur en trollveiddan og 10% meira fyrir krókaveidda ýsu. Boðskapur Attenboroughs mun því falla í frjóan jarðveg í Bretlandi. Hvernig ætlum við að bregðast við? Þetta vita Íslendingar vel. Þegar sjálfbærni íslensks sjávarútvegs er kynntur á erlendri grundu er það iðulega einyrki á trillu sem verður fyrir valinu á myndefni, enda vistvænasti veiðimáti sem til er. Engu að síður hafa smábátasjómenn mætt afgangi í stjórnsýslunni svo áratugum skiptir. Í okkur er hent einhver hungurlús – strandveiðiflotinn veiðir á bilinu 1-2% af þorskígildistonnum í íslenskri lögsögu – og okkur sagt að vera bara þakklát fyrir það. Það vekur sérstaka furðu að Hafrannsóknarstofnun hefur ekki fengist til tjá sig um skaðsemi ólíkra veiðarfæra. Þegar við höfum innt stofnunina um svör hefur hún sagt að enginn munur sé á veiðarfærum, og að tonn úr sjó er tonn úr sjó, sama hvernig það veiðist. Eins lagði hún nýlega blessun sína yfir það að togurum yrði hleypt upp á landgrunn. Nú hlýtur það að verða ófrávíkjanleg krafa að Hafró geri almennilega úttekt á þessu. Loks er það stóra spurningin: hvernig ætlum við að bregðast við? Ætlum við að bíða og sjá hvað gerist og eiga á hættu að verða álitin rányrkjuþjóð? Eða ætlum við að vera á undan kúrvunni og stimpla okkur snemma inn sem ábyrgir lífverðir hafsins og vistvænusta fiskveiðiþjóð í heimi? Þar með er ég ekki að tala fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Ákveðnar fisktegundir er ekki hægt að veiða öðruvísi en með togurum og markaðnum þarf að þjóna allan ársins hring. Eins er mikilvægt að þeir fái svigrúm til að þróa vistvænni veiðiaðferðir og að stjórnvöld veiti þeim aðhald að gera það af heilum hug. En við verðum að breyta þeim hugsunarhætti innan stjórnsýslunnar að smábátaveiðar séu annars flokks sjómennska og að trillukarlar og konur séu olnbogabörn eða þurfalingar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Íslenskur sjávarútvegur hefur alla burði til þess að ryðja brautina í vistvænum fiskveiðum því við erum í einstakri stöðu á heimsvísu. Við eigum glæsilegan smábátaflota sem undanfarin ár hefur verið bundinn við bryggju 97% ársins sökum undirlægjuhátts stjórnvalda við stórútgerðina. Við getum valið að vera leiðandi afl í vistvænum og félagslega ábyrgum veiðum, því grunnurinn er þegar fyrir hendi. Það eina sem þarf til er að tryggja sanngjarnan rekstrargrundvöll þannig að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátasjómennsku og lagt þarmeð sín lóð á vogarskálarnar til verndunar hafsins. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í gær var frumsýnd mynd eftir David Attenborough sem heitir einfaldlega Ocean, eða Haf. Myndin er sláandi vitnisburður um rányrkju hafsins af hendi mannsins. Togveiðar fá sérstaka útreið þar sem Attenborough líkir botntrollstogurum við jarðýtur sem rífa hafsbotninn með slíkum krafti að „slóð eyðileggingarinnar sést úr geimnum.“ Þó svört mynd hafi verið dregin upp af ástandi hafsins þá var boðskapurinn ekki sá að banna ætti allar fiskveiðar, enda hafa þær fylgt manninum frá örófi alda. Attenborough bauð upp á tvíþátta lausn: annars vegar að vernda 30% hafsvæðis á heimsvísu, hins vegar að strandsamfélög fái forgang með hefðbundin veiðarfæri. Nú á eflaust eftir að fara af stað mikil umræða um réttmæti þess sem haldið er fram í myndinni, hvort þær líffræðilegu forsendur sem hún byggir á séu réttmætar eður ei, en sú umræða mun að öllum líkindum fara fram í afmörkuðum hópi hagaðila. Sjálfur hef ég engar forsendur til að meta það, en eitt er víst: boðskapur myndarinnar mun ná til tuga milljóna manna. Áhrif á okkar mikilvægustu markaði Hér ætla ég að einblína á möguleg markaðs- og efnahagsáhrif myndarinnar. Efni hennar mun snerta marga hjartastrengi og ég hef miklar áhyggjur af því hvernig neytendur munu bregðast við og hvað það þýðir fyrir íslenskan sjávarútveg. Í Bretlandi er Attenborough þjóðargersemi númer 1 og trónir á toppi lista yfir þær opinberu persónur sem almenningur treystir best. Þegar hann talar hlustar fólk og tekur alvarlega það sem hann segir. Það er út af hinum svokölluðu Attenborough áhrifum sem plaströr fóru veg allra vega og tappar eru nú fastir við flöskur. Ef togveiðar fá á sig svartan stimpil fyrir tilstilli Attenboroughs mun það hafa víðtæk áhrif á neytendamynstur á breskum og evrópskum mörkuðum. Ef til vill eru íslenskar togveiðar af öðrum toga en það sem Kínverjar taka sér fyrir hendur eftirlitslausir í einskismannslandi og því ósanngjarnt að setja þær undir sama hatt, en það sem mun gerast hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef við skoðum Bretland, okkar mikilvægasta markað, aðeins nánar má sjá að þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni heldur á þessi þróun sér áratuga langa sögu. Bretar hafa löngum viljað sjálfbæran fisk en eru í auknum mæli að missa trú á vottanir á borð við MSC. Í stórmörkuðum er fiskur merktur eftir veiðarfærum og í betri verslunum á borð við Waitrose, Marks & Spencer og Sainsury‘s er allur fiskur í lúxuslínum þeirra krókaveiddur. Eins og sjá má á markaðssetningu þessa fisks eru það ekki eingöngu gæðin sem skipta neytendur máli heldur einnig áhrif á vistkerfið. Þetta viðhorf breskra neytenda til sjávarfangs endurspeglast í því verði sem þeir eru tilbúnir til að greiða fyrir fisk. Í ritrýndri grein á vegum hinnar virtu norsku rannsóknarstofnunar Nofima kemur fram að Bretar borga 18% meira fyrir krókaveiddan þorsk heldur en trollveiddan og 10% meira fyrir krókaveidda ýsu. Boðskapur Attenboroughs mun því falla í frjóan jarðveg í Bretlandi. Hvernig ætlum við að bregðast við? Þetta vita Íslendingar vel. Þegar sjálfbærni íslensks sjávarútvegs er kynntur á erlendri grundu er það iðulega einyrki á trillu sem verður fyrir valinu á myndefni, enda vistvænasti veiðimáti sem til er. Engu að síður hafa smábátasjómenn mætt afgangi í stjórnsýslunni svo áratugum skiptir. Í okkur er hent einhver hungurlús – strandveiðiflotinn veiðir á bilinu 1-2% af þorskígildistonnum í íslenskri lögsögu – og okkur sagt að vera bara þakklát fyrir það. Það vekur sérstaka furðu að Hafrannsóknarstofnun hefur ekki fengist til tjá sig um skaðsemi ólíkra veiðarfæra. Þegar við höfum innt stofnunina um svör hefur hún sagt að enginn munur sé á veiðarfærum, og að tonn úr sjó er tonn úr sjó, sama hvernig það veiðist. Eins lagði hún nýlega blessun sína yfir það að togurum yrði hleypt upp á landgrunn. Nú hlýtur það að verða ófrávíkjanleg krafa að Hafró geri almennilega úttekt á þessu. Loks er það stóra spurningin: hvernig ætlum við að bregðast við? Ætlum við að bíða og sjá hvað gerist og eiga á hættu að verða álitin rányrkjuþjóð? Eða ætlum við að vera á undan kúrvunni og stimpla okkur snemma inn sem ábyrgir lífverðir hafsins og vistvænusta fiskveiðiþjóð í heimi? Þar með er ég ekki að tala fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Ákveðnar fisktegundir er ekki hægt að veiða öðruvísi en með togurum og markaðnum þarf að þjóna allan ársins hring. Eins er mikilvægt að þeir fái svigrúm til að þróa vistvænni veiðiaðferðir og að stjórnvöld veiti þeim aðhald að gera það af heilum hug. En við verðum að breyta þeim hugsunarhætti innan stjórnsýslunnar að smábátaveiðar séu annars flokks sjómennska og að trillukarlar og konur séu olnbogabörn eða þurfalingar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Íslenskur sjávarútvegur hefur alla burði til þess að ryðja brautina í vistvænum fiskveiðum því við erum í einstakri stöðu á heimsvísu. Við eigum glæsilegan smábátaflota sem undanfarin ár hefur verið bundinn við bryggju 97% ársins sökum undirlægjuhátts stjórnvalda við stórútgerðina. Við getum valið að vera leiðandi afl í vistvænum og félagslega ábyrgum veiðum, því grunnurinn er þegar fyrir hendi. Það eina sem þarf til er að tryggja sanngjarnan rekstrargrundvöll þannig að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátasjómennsku og lagt þarmeð sín lóð á vogarskálarnar til verndunar hafsins. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun