Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 12:22 Einn af nýjustu björgunarbílum landsins, bíll frá Björgunarfélagi Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina. 14. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var formlega sett í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í gær að viðstöddum dómsmálaráðherra og fleiri góði gestum. Um 400 björgunarsveitarmenn af öllu landinu sækja þingið, sem lýkur með árshátíð í kvöld. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er formaður Landsbjargar. „Okkar stærsta fjáröflunarverkefni er í fullum gangi núna þar sem við erum að safna fyrir nýjum björgunarskipum hringinn í kringum landið, það er svona stór verkefni, sem er gangi. Svo er að fara í gang núna átak, sem snýr að öryggismálum smábátasjómanna, þannig að það er fullt í gangi og alltaf eitthvað að gerst hjá okkur,” segir Borghildur Fjóla. Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð að gera ótrúlega góða hluti, ertu ekki sammála því? “Jú, ég leyfi mér að segja það. Við erum með útkallsfélaga, sem að eru ávallt viðbúnir þegar á þarf að halda. Það er okkar hjarta sem liggur þar, að þjóna samborgurunum þegar á þarf að halda.” Og eitt af atriðum dagsins í dag eru björgunarleikar, sem félagar í Björgunarfélagi Árborgar hafa skipulagt en þá leysir björgunarsveitarfólkið allskonar þrautir, sem allir hafa gaman af. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg en þau fluttu bæði ávörp við setningu þingsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta í lokin úr setningarræðu formannsins í gær, sem eru mjög athyglisverðar upplýsingar þegar tölur eru annars vegar. „Sjálfboðaliðar okkar lögðu til um 34 þúsund klukkustundir til að sinna útköllum á síðastliðnu ári. Á bak við hverja klukkustund út útkalli liggja ríflega 8 klukkustundir í viðhaldi búnaðar, námskeiðum, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað er því framlag Slysavarnafélagsins landsbjargar um 300 þúsund klukkustundir á árinu eða um 625 ársstörf,“ sagði Borghildur Fjóla. Nokkrar viðurkenningar voru veittar við setningu þingsins en eina þeirra fékk Friðfinnur Freyr Guðmundsson, en hann fékk heiðursskjöld Landsbjargar, sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Við setningu þingsins var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir: „Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“ Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitir Félagasamtök Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
14. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var formlega sett í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í gær að viðstöddum dómsmálaráðherra og fleiri góði gestum. Um 400 björgunarsveitarmenn af öllu landinu sækja þingið, sem lýkur með árshátíð í kvöld. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er formaður Landsbjargar. „Okkar stærsta fjáröflunarverkefni er í fullum gangi núna þar sem við erum að safna fyrir nýjum björgunarskipum hringinn í kringum landið, það er svona stór verkefni, sem er gangi. Svo er að fara í gang núna átak, sem snýr að öryggismálum smábátasjómanna, þannig að það er fullt í gangi og alltaf eitthvað að gerst hjá okkur,” segir Borghildur Fjóla. Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð að gera ótrúlega góða hluti, ertu ekki sammála því? “Jú, ég leyfi mér að segja það. Við erum með útkallsfélaga, sem að eru ávallt viðbúnir þegar á þarf að halda. Það er okkar hjarta sem liggur þar, að þjóna samborgurunum þegar á þarf að halda.” Og eitt af atriðum dagsins í dag eru björgunarleikar, sem félagar í Björgunarfélagi Árborgar hafa skipulagt en þá leysir björgunarsveitarfólkið allskonar þrautir, sem allir hafa gaman af. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg en þau fluttu bæði ávörp við setningu þingsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta í lokin úr setningarræðu formannsins í gær, sem eru mjög athyglisverðar upplýsingar þegar tölur eru annars vegar. „Sjálfboðaliðar okkar lögðu til um 34 þúsund klukkustundir til að sinna útköllum á síðastliðnu ári. Á bak við hverja klukkustund út útkalli liggja ríflega 8 klukkustundir í viðhaldi búnaðar, námskeiðum, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað er því framlag Slysavarnafélagsins landsbjargar um 300 þúsund klukkustundir á árinu eða um 625 ársstörf,“ sagði Borghildur Fjóla. Nokkrar viðurkenningar voru veittar við setningu þingsins en eina þeirra fékk Friðfinnur Freyr Guðmundsson, en hann fékk heiðursskjöld Landsbjargar, sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Við setningu þingsins var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður félagsins afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sett hefur verið á kopar platta og með fylgir skjal þar sem segir: „Hér er hluti af stýri Sæbjargar, skólaskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar stóð í brúnni og stýrði öryggismálum sjófarenda, Hilmar Snorrason. Fáir hafa haft jafn mikil áhrif í þá veru að fækka alvarlegum slysum og banaslysum á sjó og Hilmar. Það er ævistarf sem vert er að þakka fyrir. Traustum höndum hefur þú haldið um stjórnvölinn á slysavörnum sjófarenda í rúma þrjá áratugi og þannig stýrt þúsundum sjófarenda heilum í höfn. Hafðu heila þökk fyrir.“ Þingheimur reis allur úr sætum sínum og heiðraði Hilmar þegar hann tók við viðurkenningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Björgunarsveitir Félagasamtök Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira