„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 19:01 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. vísir/ívar Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir framgöngu stjórnarandstöðunnar koma á óvart og valda vonbrigðum. Stjórnarandstaðan hafi unnið samstíga og kröftuglega gegn hagsmunum þjóðarinnar. „Það er auðvitað löngu liðið að þetta hafi verið eitthvað málefnalegt. Þetta var bara hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd síðustu daganna. Það er bara eins og það er. Þetta er vissulega réttur stjórnarandstöðunnar að ganga svona fram.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Betra sé að nefndin sem sjái um skattamál ríkisins taki málið fyrir að hennar mati. Atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudag. „Það er bara alþekkt. Þetta gerir minnihlutinn gjarnan. Það er auðvitað þingsins að ákveða hvert þetta fer. Þannig ég geri engar athugasemdir við að svona tillaga komi fram. Það er bara hluti af þessari lýðræðislegu umræðu. Þetta mál á ekki bara stuðning þjóðarinnar. Heldur mjög öflugs meirihluta á þingi. Við munum klára það.“ Hanna Katrín hefur ekki verið viðstödd umræðuna síðan seinnipart miðvikudags og hefur verið erlendis. Fjármálaráðherra, sem svarar fyrir málið í fjarveru hennar, var ekki heldur viðstaddur í umræður á þingi í dag . Þetta hefur mætt gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki heppilegt en ég er hérna í persónulegum erindagjörðum. Það hefur verið ljóst síðan á síðasta ári. Að þetta væru tímasetningar sem ég þyrfti að vera erlendis. Á sama tíma og ég skil þetta þá er þetta bara því miður óhjákvæmilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir framgöngu stjórnarandstöðunnar koma á óvart og valda vonbrigðum. Stjórnarandstaðan hafi unnið samstíga og kröftuglega gegn hagsmunum þjóðarinnar. „Það er auðvitað löngu liðið að þetta hafi verið eitthvað málefnalegt. Þetta var bara hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd síðustu daganna. Það er bara eins og það er. Þetta er vissulega réttur stjórnarandstöðunnar að ganga svona fram.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Betra sé að nefndin sem sjái um skattamál ríkisins taki málið fyrir að hennar mati. Atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudag. „Það er bara alþekkt. Þetta gerir minnihlutinn gjarnan. Það er auðvitað þingsins að ákveða hvert þetta fer. Þannig ég geri engar athugasemdir við að svona tillaga komi fram. Það er bara hluti af þessari lýðræðislegu umræðu. Þetta mál á ekki bara stuðning þjóðarinnar. Heldur mjög öflugs meirihluta á þingi. Við munum klára það.“ Hanna Katrín hefur ekki verið viðstödd umræðuna síðan seinnipart miðvikudags og hefur verið erlendis. Fjármálaráðherra, sem svarar fyrir málið í fjarveru hennar, var ekki heldur viðstaddur í umræður á þingi í dag . Þetta hefur mætt gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki heppilegt en ég er hérna í persónulegum erindagjörðum. Það hefur verið ljóst síðan á síðasta ári. Að þetta væru tímasetningar sem ég þyrfti að vera erlendis. Á sama tíma og ég skil þetta þá er þetta bara því miður óhjákvæmilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29
Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15