Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 19:27 Formenn félaga fornleifafræðinga og forvarða eru uggandi yfir stöðunni. Vísir/Samsett Aðeins ein staða fornleifafræðings er eftir við Þjóðminjasafnið eftir uppsagnir þar sem fimm störf voru lögð niður. Þessi eini einstaklingur sér um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu og hafa yfirsýn með þeim. Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær. Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær.
Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira