Innlent

Kölluð út vegna við­skipta­vinar með æsing

Atli Ísleifsson skrifar
Þrír gista fangageymslur nú í morgunsárið.
Þrír gista fangageymslur nú í morgunsárið. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna heimilisofbeldismála, innbrots í skóla og æsings á öldu-húsi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Þrír gista fangageymslur nú í morgunsárið.

Í tilkynningunni segir að í miðborg Reykjavíkur hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglunnar á öldurhúsi vegna viðskiptavinar með æsing.

Fram kemur að manni hafi verið vísað úr félagslegu úrræði en ekki er tekið fram hverjar ástæðurnar hafi verið. Þá segir að tvær konur hafi verið handteknar vegna rannsóknar á heimilisofbeldi, önnur í húsi á svæði lögreglustöðvar 1 – það er miðsvæðis í Reykjvík – og hin á svæði lögreglustöðvar 3 sem nær yfir Kópavog og Breiðholt.

Tilkynnt var um innbrot í skóla miðsvæðis í Reykjavík og sömuleiðis í heimahúsi á svæði lögreglustöðvar 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×