Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. maí 2025 12:02 Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Vísir/Hulda Margrét Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðsfélaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðinlegt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það. Leikmenn Tindastóls létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik liðanna í Garðabæ sem lauk með 29 stiga sigri Stjörnunnar sem jöfnuðu þar með einvígið í stöðuna 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og nú í kvöld heldur einvígið aftur í Síkið á Sauðárkróki þar sem að Stólarnir vilja án efa koma með ákveðið svar. Hafandi horft á tapleikinn aftur milli leikja segir Pétur að margt gott hafi verið að finna í leik Tindastóls framan af. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta virtist hins vegar allt leikplan fjúka út um gluggann. „Við erum undir einhverjum ellefu til þrettán stigum fyrir fjórða leikhlutann en svo missum við bara hausinn. Leyfum þeim að skjóta mikið af vítum, það er bara eitthvað sem við verðum að passa okkur á. Við megum ekki gjörsamlega missa hausinn og láta dómarana fara svona mikið í taugarnar á okkur. Það var bara svolítið það sem gerðist. Stjarnan fékk þarna níu stiga sókn í byrjun fjórða leikhluta sem fór svolítið með leikinn fyrir okkur, við áttum erfitt með að koma til baka eftir það.“ Er eitthvað sem skýrir það hvers vegna þið missið hausinn svona? „Maður er búinn að vera lengi í íþróttum og þetta er einhver réttlætishyggja sem spilar þarna inn í. Þér finnst á þér brotið og svo er dæmt hinu megin og þú ræður ekki við tilfinningarnar. Giannis Agravanis fær tæknivillu fyrir svo ekkert miklar sakir og mér finnst dómararnir hafa getað sleppt henni en þeir dæma hana og þá missir eldri bróðir hans hausinn. Það þurfti ekki meira til þarna. Hann missir hausinn, fær tæknivillu og er hent beint út, í þokkabót er svo brotið á Ægi Þór í skoti. Þeir fengu sex víti, boltann og það var bara fullmikið á þessum tímapunkti og erfitt að koma til baka. Ég held að menn séu búnir að grafa þetta og séu klárir í leikinn í kvöld.“ Tilfinningin væntanlega verið beisk eftir þennan leik. Hvernig hafið þið unnið úr þessu á þessum stutta tíma milli leikja? „Tilfinningin var ekki góð, mér fannst leiðinlegt hvernig við töpuðum þessu en svo horfir maður bara á þetta aftur og þetta var ekkert ömurlegt. Við áttum gott spjall. Það eru mest þrír leikir eftir, minnst tveir og það er voða skrítið ef við ætlum að láta þetta hafa áhrif á okkur til langs tíma. Menn eru bara klárir á því að skilja þetta eftir í fortíðinni og mæta klárir til leiks í kvöld.“ Menn vilja koma með ákveðið svar? „Já klárlega. Það er ekkert gaman að tapa með þrjátíu stigum. Við vinnum fyrsta leikinn með þremur stigum og staðan í einvíginu verður 1-0. Þeir vinna okkur svo með þrjátíu stigum og staðan í einvíginu er orðin 1-1. Það er ekki eins og það hafi eitthvað verra en það gerst, við verðum bara að halda áfram að verja okkar heimavöll, gera það í kvöld. Við mætum klárir með okkar stuðningsmönnum og reynum að gera eitthvað sérstakt. Þriðji leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan hálf sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Leikmenn Tindastóls létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik liðanna í Garðabæ sem lauk með 29 stiga sigri Stjörnunnar sem jöfnuðu þar með einvígið í stöðuna 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og nú í kvöld heldur einvígið aftur í Síkið á Sauðárkróki þar sem að Stólarnir vilja án efa koma með ákveðið svar. Hafandi horft á tapleikinn aftur milli leikja segir Pétur að margt gott hafi verið að finna í leik Tindastóls framan af. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta virtist hins vegar allt leikplan fjúka út um gluggann. „Við erum undir einhverjum ellefu til þrettán stigum fyrir fjórða leikhlutann en svo missum við bara hausinn. Leyfum þeim að skjóta mikið af vítum, það er bara eitthvað sem við verðum að passa okkur á. Við megum ekki gjörsamlega missa hausinn og láta dómarana fara svona mikið í taugarnar á okkur. Það var bara svolítið það sem gerðist. Stjarnan fékk þarna níu stiga sókn í byrjun fjórða leikhluta sem fór svolítið með leikinn fyrir okkur, við áttum erfitt með að koma til baka eftir það.“ Er eitthvað sem skýrir það hvers vegna þið missið hausinn svona? „Maður er búinn að vera lengi í íþróttum og þetta er einhver réttlætishyggja sem spilar þarna inn í. Þér finnst á þér brotið og svo er dæmt hinu megin og þú ræður ekki við tilfinningarnar. Giannis Agravanis fær tæknivillu fyrir svo ekkert miklar sakir og mér finnst dómararnir hafa getað sleppt henni en þeir dæma hana og þá missir eldri bróðir hans hausinn. Það þurfti ekki meira til þarna. Hann missir hausinn, fær tæknivillu og er hent beint út, í þokkabót er svo brotið á Ægi Þór í skoti. Þeir fengu sex víti, boltann og það var bara fullmikið á þessum tímapunkti og erfitt að koma til baka. Ég held að menn séu búnir að grafa þetta og séu klárir í leikinn í kvöld.“ Tilfinningin væntanlega verið beisk eftir þennan leik. Hvernig hafið þið unnið úr þessu á þessum stutta tíma milli leikja? „Tilfinningin var ekki góð, mér fannst leiðinlegt hvernig við töpuðum þessu en svo horfir maður bara á þetta aftur og þetta var ekkert ömurlegt. Við áttum gott spjall. Það eru mest þrír leikir eftir, minnst tveir og það er voða skrítið ef við ætlum að láta þetta hafa áhrif á okkur til langs tíma. Menn eru bara klárir á því að skilja þetta eftir í fortíðinni og mæta klárir til leiks í kvöld.“ Menn vilja koma með ákveðið svar? „Já klárlega. Það er ekkert gaman að tapa með þrjátíu stigum. Við vinnum fyrsta leikinn með þremur stigum og staðan í einvíginu verður 1-0. Þeir vinna okkur svo með þrjátíu stigum og staðan í einvíginu er orðin 1-1. Það er ekki eins og það hafi eitthvað verra en það gerst, við verðum bara að halda áfram að verja okkar heimavöll, gera það í kvöld. Við mætum klárir með okkar stuðningsmönnum og reynum að gera eitthvað sérstakt. Þriðji leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan hálf sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira