„Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:01 Einar Karl Birgisson hefur ýmislegt við vinnubrögð stjórnar KKÍ að athuga. Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnar KKÍ að breyta útlendingareglunum í íslenska körfuboltanum. Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar furðar sig á vinnubrögðum KKÍ. Á stjórnarfundi KKÍ á laugardaginn var sú breyting gerð að lið mega vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu í leikjum. Þeir mega allir vera inni á vellinum í einu. Lið mega tefla fram einum Bandaríkjamanni en opið er bæði fyrir Bosman A og B leikmenn. Tvær þingályktunartillögur um útlendingamál voru lagðar fram á þinginu. Annarri var hafnað en stjórn sambandsins var þess í stað falið að útfæra þingályktunartillögu um svokallaða 3+2 reglu. Samkvæmt henni hefðu tveir Íslendingar þurft að vera inni á vellinum hverju sinni. „Mér finnst skrítinn tónn í þeim tillögum miðað við þann skýra vilja á þinginu sem er nú æðsta vald körfuboltans. Í fyrsta lagi var þetta þingályktunartillaga og ábending til stjórnar en það er áhugavert að sjá hvernig menn unnu úr því,“ sagði Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi. Víðtækur stuðningur var við 3+2 þingályktunartillöguna á ársþinginu. Hún var samþykkt með 102 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. „Mér finnst niðurstaðan skrítin miðað við hve víðtækur stuðningur var við þingályktunartillöguna sem var að vísu bara áskorun til stjórnar. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Einar Karl. „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus, að menn vildu fá stjórnina til að útfæra nýja reglu um erlenda leikmenn sem miðast við að hafa ekki fleiri en þrjá slíka inni á vellinum hverju sinni, en endar í því að þeir eru fjórir á skýrslu.“ Einar Karl segir þó að nýja reglan hafi breytingar í för með sér, sem takmarki fjölda erlendra leikmanna. „Ef það eru fjórir á gólfi hefðirðu alveg getað verið með átta útlendinga en bara spilað á fjórum. Vissulega er þetta fækkun á útlendingum. En ég vísa í þingályktunartillöguna og atkvæðagreiðsluna og það kemur manni spánskt fyrir sjónir hversu frábrugðin þessi tillaga er stóra meirihlutanum á þinginu sem er æðsta vald körfuknattleikshreyfingarinnar,“ sagði Einar Karl. „Stjórnin hefur sagt að hún telji sig hafa aukinn stuðning við þessa tillögu. Ef svo er verður maður að kyngja þessari niðurstöðu en það kemur manni spánskt fyrir sjónir að þetta sé niðurstaðan.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31 „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Á stjórnarfundi KKÍ á laugardaginn var sú breyting gerð að lið mega vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu í leikjum. Þeir mega allir vera inni á vellinum í einu. Lið mega tefla fram einum Bandaríkjamanni en opið er bæði fyrir Bosman A og B leikmenn. Tvær þingályktunartillögur um útlendingamál voru lagðar fram á þinginu. Annarri var hafnað en stjórn sambandsins var þess í stað falið að útfæra þingályktunartillögu um svokallaða 3+2 reglu. Samkvæmt henni hefðu tveir Íslendingar þurft að vera inni á vellinum hverju sinni. „Mér finnst skrítinn tónn í þeim tillögum miðað við þann skýra vilja á þinginu sem er nú æðsta vald körfuboltans. Í fyrsta lagi var þetta þingályktunartillaga og ábending til stjórnar en það er áhugavert að sjá hvernig menn unnu úr því,“ sagði Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi. Víðtækur stuðningur var við 3+2 þingályktunartillöguna á ársþinginu. Hún var samþykkt með 102 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. „Mér finnst niðurstaðan skrítin miðað við hve víðtækur stuðningur var við þingályktunartillöguna sem var að vísu bara áskorun til stjórnar. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Einar Karl. „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus, að menn vildu fá stjórnina til að útfæra nýja reglu um erlenda leikmenn sem miðast við að hafa ekki fleiri en þrjá slíka inni á vellinum hverju sinni, en endar í því að þeir eru fjórir á skýrslu.“ Einar Karl segir þó að nýja reglan hafi breytingar í för með sér, sem takmarki fjölda erlendra leikmanna. „Ef það eru fjórir á gólfi hefðirðu alveg getað verið með átta útlendinga en bara spilað á fjórum. Vissulega er þetta fækkun á útlendingum. En ég vísa í þingályktunartillöguna og atkvæðagreiðsluna og það kemur manni spánskt fyrir sjónir hversu frábrugðin þessi tillaga er stóra meirihlutanum á þinginu sem er æðsta vald körfuknattleikshreyfingarinnar,“ sagði Einar Karl. „Stjórnin hefur sagt að hún telji sig hafa aukinn stuðning við þessa tillögu. Ef svo er verður maður að kyngja þessari niðurstöðu en það kemur manni spánskt fyrir sjónir að þetta sé niðurstaðan.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31 „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31
„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01