Handbolti

Jöfnuðu metin gegn Dort­mund

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andrea steig upp á mikilvægum tímapunkti.
Andrea steig upp á mikilvægum tímapunkti. Blomberg-Lippe

Íslendingalið Blomberg-Lippe hefur jafnað metin gegn Dortmund í einvígi liðanna í undanúrslitum þýsku efstu deildar kvenna í handbolta. Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Guðjónsdóttir leika með Íslendingaliðinu.

Eftir tap í fyrsta leik liðanna var ljóst að Blomberg-Lippe þyrfti sigur til að halda sig frá sumarfríi. Eftir jafnar upphafsmínútur voru það heimakonur sem tóku völdin og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11.

Var það munur sem hélst framan af síðari hálfleik en frábær kafli kom liðinu fimm mörkum yfir þegar aðeins tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Gestirnir gáfust þó ekki upp og tókst að minnka muninn niður í aðeins tvö mörk.

Þá steig Andrea upp. Hún skoraði næsta mark Blomberg-Lippe og lagði markið eftir það upp. Þau mörk drápu möguleika Dortmund á endurkomu og vann Íslendingaliðið tveggja marka sigur, lokatölur 27-25.

Andrea skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í leiknum á meðan Díana Dögg gaf þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×