Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2025 12:32 Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Ríkisútvarpið Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar. Fyrir það fyrsta er ekki verið að skerða nein fjárframlög til íþróttafélaga eða Þjóðarhallarinnar. Fyrir liggur, vegna margvíslegra ólíkra ástæðna, að tafir hafa orðið á verkefnum sem við höfum skuldbundið okkur að fara í með þeim og að þeir fjármunir, sem gert var ráð fyrir í upphafi árs, verða ekki að öllu nýttir núna. Þess vegna var farið í tilfærslur á milli liða og breytingar gerðar á fjárfestingaráætlun. Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki. Fyrir það annað þá var myndað nýtt meirihlutasamstarf í Reykjavík í vetur. Í því samstarfi eru fimm ólíkir flokkar sem þó hafa sameiginlega sýn um mörg stór og mikilvæg verkefni. Það var því eðlilegt að taka upp fjárfestingaráætlunina á miðju ári og endurmeta fjármögnuð verkefni borgarinnar. Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem hefur lengi beðið eftir úrbótum í garðinum, nýju þjónustuhúsi fyrir gestina og betri umgjörð utan um selina sem veita börnum og fylgdarfólki þeirra gleði. Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur. Fleiru var breytt í fjárfestingaráætluninni. Samstarfsflokkarnir eru mjög áfram um að bæta starfs- og námsaðstæður barna og fullorðinna í leik- og grunnskólum. Verjum við því fjármagni í að bæta hljóðvist í allnokkrum skólum. Er það í fyrsta sinn sem það er gert með jafn markvissum hætti. Margt annað er í undirbúningi í þeim efnum. Eins erum við fimm flokkar sammála um að matur sem framreiddur er í húsum á forræði borgarinnar eigi að vera eldaður á staðnum og honum ekki útvistað. Þess vegna setjum við aukið fjármagn í að bæta eldhúsið í samfélagshúsinu á Vitatorgi svo hægt sé að elda góðan og hollan mat fyrir Reykvíkinga á öllum aldri. Fleira er hægt að tína til í þessari upptalningu en eftir stendur að öll þau verkefni sem hefur verið ákveðið að ráðast í er með hagsmuni og þarfir allra borgarbúa í fyrirrúmi, menn, dýr og gróður. Mér finnst gott að finna að borgarbúar hafa skoðanir á Reykjavík og hvernig henni er stjórnað. Það er hins vegar dapurlegt að misvísandi og óvandaður fréttaflutningur af borgarmálum, þar sem ekki er leitað álits eða skýringa; eins og til dæmis breytingum sem gerðar eru á fjárfestingaáætlun, stjórni umræðunni um þau. Eitt er hvernig stjórnmálamenn hagræða málflutningi sínum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna hverju sinni, annað eru fjölmiðlar sem eiga að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum hverju sinni og leita álits ólíkra skoðanamanna. Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna. Höfundur er oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun