Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 16:55 Dómur gekk í málinu í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi. Ekki liggur fyrir hvar í umdæmi dómstólsins umrætt hús er. Vísir/Vilhelm Tveir menn hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir að húsbrot, með því að hafa farið inn í hús sem þeir eiga í sameign með fleirum, meðal annars konu sem hélt til í húsinu. Húsið stóð opið og mennirnir mynduðu aðstæður inni í því, sem þeir sögðu fyrir neðan allar hellur. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem var kveðinn upp í dag. Þar segir að Lögreglurstjórinn á Vesturlandi hafi höfðað mál á hendur mönnunum með ákæru í ágúst í fyrra. Þeir hafi verið ákærðir fyrir húsbrot með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í húsið. Annar þeirra hafi einnig fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa aflað og dreift ljósmyndum, sem hann hefði tekið inni í sama húsi og á sama tíma, til sameigenda sinna að umræddu húsnæði án heimildar húsráðanda. Þess hafi verið krafist að mennirnir yrðu dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Mennirnir hafi báðir krafist sýknu og haldið uppi vörnum sjálfir. Því hafi ákæruvaldið fallið frá kröfu um greiðslu sakarkostnaðar, enda væri ekki um hann að ræða í málinu. Hafi ekki verið heima vegna áreitis Í dóminum segir að málið megi rekja til kæru konunnar á hendur mönnunum. Hún hafi komið á lögreglustöðina í Borgarnesi og kært mennina fyrir að hafa farið inn á heimili hennar án leyfis og tekið þar ljósmyndir. Fyrir liggi að umrætt hús sé í eigu konunnar og annarra, meðal annars mannanna tveggja sem hún kærði. Konan hafi sagt mennina hafa dreift umræddum ljósmyndum og þeir hefði meðal annars sent þær með tölvupósti til hennar sjálfrar og tveggja annarra. Í umræddum tölvupósti hefðu þeir sett út á umgengni í húsinu. Hún hafi sagst eiga heima í húsinu, það væri hennar lögheimili og að mennirnir hefði engan rétt eða heimild til þess að fara þangað inn. Hún hafi sagt þetta hafa haft mikil og slæm áhrif á líðan hennar. Þá hafi hún sagst ekki hafa verið heima í nokkrar vikur vegna stöðugs áreitis af hálfu mannanna og hafa læst húsinu þegar hún hefði farið. „Rusl og drasl um allt“ Konan hafi afhent lögreglu útprentaðan tölvupóst annars mannanna til hennar og meðeigenda að húsinu. Með honum hafi fylgt sex ljósmyndir. „Í tölvupóstinum, sem ber yfirskriftina Rusl og drasl um allt, segir: Við [X...] ætlum bara að búa til ruslahaug kringum húsin okkar, þið hafið nú borið litla virðingu fyrir ...sem [X...] byggði fyrir .... Nokkrar myndir frá því í síðustu viku. Umgangur um húsið okkar [X...] er fyrir neðan allt sem ég hef séð nokkurn staðar.“ Hafi blöskrað óþrifnaðurinn Haft er eftir öðrum manninum í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði komið að húsinu umrætt skipti og útidyrnar hefðu staðið opnar í hálfa gátt. Konan hefði ekki verið heima. Hann ætti þetta hús ásamt fleirum og hann hefði farið inn í húsið þegar hann hefði komið að dyrunum opnum. „Þegar inn hefði komið hefði honum blöskrað óþrifnaðurinn og slæm umgengni og hefði hann því tekið nokkrar ljósmyndir til að sýna sameigendum sínum.“ Konan hefði búið í húsinu í óþökk hans og hún hefði aldrei greitt honum leigu vegna búsetu þar. Hann hefði talið sig eiga fullan rétt á því að fara inn í húsið, sem staðið hefði opið, til að athuga með umgengni. Hann hafnaði því alfarið að um húsbrot hefði verið að ræða. Húsið vatnslaust Þá er svipuð saga höfð eftir hinum manninum í skýrslutöku hjá lögreglu. Þeirri sögu til viðbótar hafi hann sagst ekki hefði komið í húsið lengi en hann hefði strax séð að húsið væri vatnslaust. Sturtan hefði verið biluð, ekki vatn á klósettinu og ekki í eldhúsvaskinum. Ljóst væri að að enginn byggi í húsinu, enda ekkert vatn á því. Það væri ekki búið í þessu húsi heldur húsinu við hliðina á því. Þetta hús hefði verið óíbúðarhæft. Þá segir í dóminum að undir rekstri málsins hefði verið lagt fram myndband þar sem sjá hafi mátt annan manninn segja við einn meðeigenda að húsinu að koma þyrfti konunni út úr því. Beittu ekki valdi til að komast inn Í niðurstöðukafla dómsins segir að meint húsbrot mannanna hafi verið fellt undir ákvæði hegningarlaga sem hljóðar svo: Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða fangelsiallt að 6 mánuðum. Þó má beitafangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru, svo sem ef sá, sem brot framdi, var vopnaður eða beitti ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða brot er framið af fleirum saman. Í fræðiskrifum hafi verið talið að þótt almennt þurfti að vera um að ræða athöfn sem kosti líkamlega fyrirhöfn [til þess að um húsbrot ræði] megi draga úr kröfunni um líkamlega mótstöðu þegar um sé að ræða einkabústað. Í slíkum tilvikum megi telja nægjanlegt að maður hafi laumast inn á slíka staði án þess að eiga lögmælt erindi, jafnvel þótt um opnar dyr sé gengið. Fari maður án launungar eða valdbeitingar inn á slíka staði komi ákvæði um húsbrot hins vegar tæpast til álita nema komumaður þráist við að fara burt þegar skorað er á hann að gera það. Þá hafi komið fram í fræðiskrifum að ef um er að ræða hús sem sé sameign geranda og annars manns verði gerandi að hafa verið útilokaður frá umráðum yfir því með samningi eða stjórnvaldsákvörðun. Þá verði tæpast talist saknæmt er maður ryðst inn í hús í þeirri trú að hann hafi heimild til þess eða að hagsmunir hans sem eiganda krefjist þess. Með vísan til atvika málsins hafi það verið álit dómsins að ekki hafi verið sýnt fram á að mennirnir hefðu haft ásetning til húsbrots umrætt sinn. Þá hafi ekki verið sýnt fram á annað en að markmið þeirra hafi verið að gæta hagsmuna sinna. Því væri háttsemi þeirra ekki talin húsbrot og þeir því sýknaðir af ákæru um slíkt. Einkahagsmunir réttlæti myndatökuna Hvað varðar meint brot annars mannanna gegn friðhelgi einkalífs segir að hann hafi verið ákærður fyrir brot gegn ákvæði almennra hegningarlaga sem hljóðar svo: Hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvortheldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Þegar hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu ekki framið húsbrot með því að fara inn í húsið, meðal annars á þeim forsendum að ekki hefði verið um að ræða ásetning þeirra til brots og að ekki yrði annað séð en að markmið þeirra hefði verið að gæta hagsmuna sinna. Með sömu rökum telji dómurinn að maðurinn verði ekki sakfelldur fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs. Annað liggi ekki fyrir en að hann hefði sent myndirnar til sameigenda sinna í þeim tilgangi að vekja athygli þeirra á slæmri umgengni um eignina sem mögulega yrði fljótlega seld. Ekkert bendi til að hann hafi sent myndirnar til annarra. Því verði ekki talið að ásetningur hans hafi staðið til brots gegn friðhelgi einkalífs. „Er það einnig mat dómsins að eins og atvikum málsins var háttað hafi háttsemi hans verið réttlætanleg með vísan til einkahagsmuna hans.“ Maðurinn var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem var kveðinn upp í dag. Þar segir að Lögreglurstjórinn á Vesturlandi hafi höfðað mál á hendur mönnunum með ákæru í ágúst í fyrra. Þeir hafi verið ákærðir fyrir húsbrot með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í húsið. Annar þeirra hafi einnig fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa aflað og dreift ljósmyndum, sem hann hefði tekið inni í sama húsi og á sama tíma, til sameigenda sinna að umræddu húsnæði án heimildar húsráðanda. Þess hafi verið krafist að mennirnir yrðu dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Mennirnir hafi báðir krafist sýknu og haldið uppi vörnum sjálfir. Því hafi ákæruvaldið fallið frá kröfu um greiðslu sakarkostnaðar, enda væri ekki um hann að ræða í málinu. Hafi ekki verið heima vegna áreitis Í dóminum segir að málið megi rekja til kæru konunnar á hendur mönnunum. Hún hafi komið á lögreglustöðina í Borgarnesi og kært mennina fyrir að hafa farið inn á heimili hennar án leyfis og tekið þar ljósmyndir. Fyrir liggi að umrætt hús sé í eigu konunnar og annarra, meðal annars mannanna tveggja sem hún kærði. Konan hafi sagt mennina hafa dreift umræddum ljósmyndum og þeir hefði meðal annars sent þær með tölvupósti til hennar sjálfrar og tveggja annarra. Í umræddum tölvupósti hefðu þeir sett út á umgengni í húsinu. Hún hafi sagst eiga heima í húsinu, það væri hennar lögheimili og að mennirnir hefði engan rétt eða heimild til þess að fara þangað inn. Hún hafi sagt þetta hafa haft mikil og slæm áhrif á líðan hennar. Þá hafi hún sagst ekki hafa verið heima í nokkrar vikur vegna stöðugs áreitis af hálfu mannanna og hafa læst húsinu þegar hún hefði farið. „Rusl og drasl um allt“ Konan hafi afhent lögreglu útprentaðan tölvupóst annars mannanna til hennar og meðeigenda að húsinu. Með honum hafi fylgt sex ljósmyndir. „Í tölvupóstinum, sem ber yfirskriftina Rusl og drasl um allt, segir: Við [X...] ætlum bara að búa til ruslahaug kringum húsin okkar, þið hafið nú borið litla virðingu fyrir ...sem [X...] byggði fyrir .... Nokkrar myndir frá því í síðustu viku. Umgangur um húsið okkar [X...] er fyrir neðan allt sem ég hef séð nokkurn staðar.“ Hafi blöskrað óþrifnaðurinn Haft er eftir öðrum manninum í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði komið að húsinu umrætt skipti og útidyrnar hefðu staðið opnar í hálfa gátt. Konan hefði ekki verið heima. Hann ætti þetta hús ásamt fleirum og hann hefði farið inn í húsið þegar hann hefði komið að dyrunum opnum. „Þegar inn hefði komið hefði honum blöskrað óþrifnaðurinn og slæm umgengni og hefði hann því tekið nokkrar ljósmyndir til að sýna sameigendum sínum.“ Konan hefði búið í húsinu í óþökk hans og hún hefði aldrei greitt honum leigu vegna búsetu þar. Hann hefði talið sig eiga fullan rétt á því að fara inn í húsið, sem staðið hefði opið, til að athuga með umgengni. Hann hafnaði því alfarið að um húsbrot hefði verið að ræða. Húsið vatnslaust Þá er svipuð saga höfð eftir hinum manninum í skýrslutöku hjá lögreglu. Þeirri sögu til viðbótar hafi hann sagst ekki hefði komið í húsið lengi en hann hefði strax séð að húsið væri vatnslaust. Sturtan hefði verið biluð, ekki vatn á klósettinu og ekki í eldhúsvaskinum. Ljóst væri að að enginn byggi í húsinu, enda ekkert vatn á því. Það væri ekki búið í þessu húsi heldur húsinu við hliðina á því. Þetta hús hefði verið óíbúðarhæft. Þá segir í dóminum að undir rekstri málsins hefði verið lagt fram myndband þar sem sjá hafi mátt annan manninn segja við einn meðeigenda að húsinu að koma þyrfti konunni út úr því. Beittu ekki valdi til að komast inn Í niðurstöðukafla dómsins segir að meint húsbrot mannanna hafi verið fellt undir ákvæði hegningarlaga sem hljóðar svo: Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða fangelsiallt að 6 mánuðum. Þó má beitafangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru, svo sem ef sá, sem brot framdi, var vopnaður eða beitti ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða brot er framið af fleirum saman. Í fræðiskrifum hafi verið talið að þótt almennt þurfti að vera um að ræða athöfn sem kosti líkamlega fyrirhöfn [til þess að um húsbrot ræði] megi draga úr kröfunni um líkamlega mótstöðu þegar um sé að ræða einkabústað. Í slíkum tilvikum megi telja nægjanlegt að maður hafi laumast inn á slíka staði án þess að eiga lögmælt erindi, jafnvel þótt um opnar dyr sé gengið. Fari maður án launungar eða valdbeitingar inn á slíka staði komi ákvæði um húsbrot hins vegar tæpast til álita nema komumaður þráist við að fara burt þegar skorað er á hann að gera það. Þá hafi komið fram í fræðiskrifum að ef um er að ræða hús sem sé sameign geranda og annars manns verði gerandi að hafa verið útilokaður frá umráðum yfir því með samningi eða stjórnvaldsákvörðun. Þá verði tæpast talist saknæmt er maður ryðst inn í hús í þeirri trú að hann hafi heimild til þess eða að hagsmunir hans sem eiganda krefjist þess. Með vísan til atvika málsins hafi það verið álit dómsins að ekki hafi verið sýnt fram á að mennirnir hefðu haft ásetning til húsbrots umrætt sinn. Þá hafi ekki verið sýnt fram á annað en að markmið þeirra hafi verið að gæta hagsmuna sinna. Því væri háttsemi þeirra ekki talin húsbrot og þeir því sýknaðir af ákæru um slíkt. Einkahagsmunir réttlæti myndatökuna Hvað varðar meint brot annars mannanna gegn friðhelgi einkalífs segir að hann hafi verið ákærður fyrir brot gegn ákvæði almennra hegningarlaga sem hljóðar svo: Hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvortheldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Þegar hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu ekki framið húsbrot með því að fara inn í húsið, meðal annars á þeim forsendum að ekki hefði verið um að ræða ásetning þeirra til brots og að ekki yrði annað séð en að markmið þeirra hefði verið að gæta hagsmuna sinna. Með sömu rökum telji dómurinn að maðurinn verði ekki sakfelldur fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs. Annað liggi ekki fyrir en að hann hefði sent myndirnar til sameigenda sinna í þeim tilgangi að vekja athygli þeirra á slæmri umgengni um eignina sem mögulega yrði fljótlega seld. Ekkert bendi til að hann hafi sent myndirnar til annarra. Því verði ekki talið að ásetningur hans hafi staðið til brots gegn friðhelgi einkalífs. „Er það einnig mat dómsins að eins og atvikum málsins var háttað hafi háttsemi hans verið réttlætanleg með vísan til einkahagsmuna hans.“ Maðurinn var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira