„Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 12:01 Hildigunnur Einarsdóttir gæti skráð sig í sögubækurnar í dag ásamt liðsfélögum sínum í Val. vísir/Ívar „Það eru smá fiðrildi byrjuð að poppa upp,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir sem er staðráðin í að ljúka sínum handboltaferli sem Evrópubikarmeistari, með því að vinna spænska liðið Porrino í úrslitaleik á Hlíðarenda í dag klukkan 15. Liðin gerðu 29-29 jafntefli á Spáni fyrir viku síðan og spennan er því mikil fyrir seinni leikinn í dag. Í fyrsta sinn fer Evrópubikar á loft á Íslandi og Hildigunnur segir að með góðum stuðningi, og lærdómnum sem dreginn var af fyrri leiknum, þá verði það Valskonur sem taki við bikarnum. Viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hildigunnur fyrir úrslitaleikinn „Til þessa höfum við verið mjög góðar á milli leikja [í keppninni]. Lagað hlutina sem þarf að laga. Eigum við ekki bara að treysta á að við gerum það sama núna, og virkilega lögum það sem við viljum laga? Svo erum við með ákveðinn heimaleikjarétt, stemningin verður okkar megin, og þá held ég að við getum lagað fullt,“ sagði Hildigunnur í viðtali við Val Pál Eiríksson í gær. En hvernig er eiginlega að vera að fara að spila Evrópuúrslitaleik, og það á heimavelli? „Þetta er hálfólýsanlegt. Maður veit ekki hvaða orð maður á að nota. Orðið sem ég nota er forréttindapési. Þetta er alveg sturlað. Ég veit að það er mikill áhugi á þessu og fólkið sem kemur verður okkar extra leikmaður. Ég veit að ef stemningin verður frábær þá verður þetta ógleymanlegur dagur bæði fyrir okkur og fólkið sem kemur að styðja okkur,“ sagði Hildigunnur og bætti við: „Við ætlum að lyfta þessum bikar, það er bara þannig. Ég er búin að sjá þetta fyrir mér í þrjár vikur, að við séum að lyfta þessum bikar. Ég hef fulla trú á því. Við getum lagað það sem við þurfum að laga milli leikja, verðum hér á heimavelli með fullt af fólki, og þá hef ég fulla trú á að þetta fari vel.“ EHF-bikarinn Valur Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Vals fyrir seinni leik kvennaliðs félagsins gegn Porrino í úrslitum EHF-bikarsins á morgun. 16. maí 2025 11:15 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Liðin gerðu 29-29 jafntefli á Spáni fyrir viku síðan og spennan er því mikil fyrir seinni leikinn í dag. Í fyrsta sinn fer Evrópubikar á loft á Íslandi og Hildigunnur segir að með góðum stuðningi, og lærdómnum sem dreginn var af fyrri leiknum, þá verði það Valskonur sem taki við bikarnum. Viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hildigunnur fyrir úrslitaleikinn „Til þessa höfum við verið mjög góðar á milli leikja [í keppninni]. Lagað hlutina sem þarf að laga. Eigum við ekki bara að treysta á að við gerum það sama núna, og virkilega lögum það sem við viljum laga? Svo erum við með ákveðinn heimaleikjarétt, stemningin verður okkar megin, og þá held ég að við getum lagað fullt,“ sagði Hildigunnur í viðtali við Val Pál Eiríksson í gær. En hvernig er eiginlega að vera að fara að spila Evrópuúrslitaleik, og það á heimavelli? „Þetta er hálfólýsanlegt. Maður veit ekki hvaða orð maður á að nota. Orðið sem ég nota er forréttindapési. Þetta er alveg sturlað. Ég veit að það er mikill áhugi á þessu og fólkið sem kemur verður okkar extra leikmaður. Ég veit að ef stemningin verður frábær þá verður þetta ógleymanlegur dagur bæði fyrir okkur og fólkið sem kemur að styðja okkur,“ sagði Hildigunnur og bætti við: „Við ætlum að lyfta þessum bikar, það er bara þannig. Ég er búin að sjá þetta fyrir mér í þrjár vikur, að við séum að lyfta þessum bikar. Ég hef fulla trú á því. Við getum lagað það sem við þurfum að laga milli leikja, verðum hér á heimavelli með fullt af fólki, og þá hef ég fulla trú á að þetta fari vel.“
EHF-bikarinn Valur Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Vals fyrir seinni leik kvennaliðs félagsins gegn Porrino í úrslitum EHF-bikarsins á morgun. 16. maí 2025 11:15 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Vals fyrir seinni leik kvennaliðs félagsins gegn Porrino í úrslitum EHF-bikarsins á morgun. 16. maí 2025 11:15