Handbolti

Mögnuð stemmning þegar Vals­konur tryggðu sér Evrópu­bikarinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Evrópubikarmeistarar Vals.
Evrópubikarmeistarar Vals. Vísir/Anton Brink

Valur varð í dag Evrópubikarmeistari kvenna í handbolta eftir sigur á spænska liðinu Porrino. Stemmningin í N1-höllinni að Hlíðarenda var mögnuð og Anton Brink ljósmyndari Vísis var á staðnum.

Valur vann 25-24 á spænska liðinu Porrino í N1-höllinni í dag og tryggði sér þar með Evrópubikarinn í handknattleik. Umgjörðin og stemmningin að Hlíðarenda í dag var frábær og fögnuðurinn í leikslok ósvikinn.

Valskonur höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn í dag en undir lokin náði lið Porrino að minnka muninn niður í eitt mark sem gerði spennuna nánast óbærilega.

Valskonur fögnuðu þó vel og innilega að lokum og hér fyrir neðan má sjá myndir sem Anton Brink ljósmyndari Vísis tók í N1-höllinni í dag.

Stemmningin í N1-höllinni að Hlíðarenda var frábær í dag.Vísir/Anton Brink
Lilja Ágústsdóttir skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum í dag.Vísir/Anton Brink
Elín Rósa með boltann.Vísir/Anton Brink
Lovísa Thompson skýtur að marki.Vísir/Anton Brink
Ágúst Jóhannsson fer yfir málin með sínu liði.Vísir/Anton Brink
Elín Rósa Magnúsdóttir komin í gegnum vörn Porrino.Vísir/Anton Brink
Hafdís Renötudóttir fagnar.Vísir/Anton Brink
Fagnaðarlæti í leikslok.Vísir/Anton Brink
Valskonur fögnuðu vel þegar titillinn var í höfn.Vísir/Anton Brink
Það var erfitt að halda aftur af tárunum.Vísir/Anton Brink
Hildigunnur Einarsdóttir leikur lykilhlutverk í liði Vals.Vísir/Anton Brink
Fögnuður í leikslok.Vísir/Anton Brink
Hafdís Renötudóttir átti góðan leik í marki Vals.Vísir/Anton Brink
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals lét sig ekki vanta í stúkuna.Vísir/Anton Brink
Fögnuður Valskvenna í leikslok var ósvikinn.Vísir/Anton Brink
Valskonur fagna í leikslok.Vísir/Anton Brink
Hildur Björnsdóttir og Hafdís Renötudóttir í miklu stuði.Vísir/Anton Brink
Bikarinn kominn í hendur Valskvenna.Vísir/Anton Brink
Bikarinn á loft.Vísir/Anton Brink
Evrópubikarmeistarar!Vísir/Anton Brink
Sigurhringur í leikslok.Vísir/Anton Brink
Evrópubikarmeistarar Vals.Vísir/Anton Brink


Tengdar fréttir

„Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“

„Mér líður bara gríðarlega vel, fyrst og fremst stoltur af liðinu, leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn í handknattleik í dag.

Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði

Elín Rósa Magnúsdóttir átti stóran þátt í sögulegum Evrópusigri Vals í handbolta en bikar fór á loft eftir sigur í úrslitaleik gegn Porrino frá Spáni á Hlíðarenda. Hún átti erfitt með að koma tilfinningarússibana dagsins í orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×