Körfubolti

Rom­bl­ey fluttur á sjúkra­hús með sjúkra­bíl

Smári Jökull Jónsson skrifar
Shaquille Rombley verst hér gegn Dimitrios Agravanis í leiknum í kvöld.
Shaquille Rombley verst hér gegn Dimitrios Agravanis í leiknum í kvöld. Vísir/Pawel

Shaquille Rombley leikmaður Stjörnunnar þurfti að fara af velli í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði.

Fjórði leikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina en lið Tindastóls verður Íslandsmeistari með sigri í leiknum.

Shaquille Rombley, leikmaður Stjörnunnar, fór af velli í öðrum leikhluta og hélt í kjölfarið inn í búningsklefa ásamt læknateymi Stjörnuliðsins. Skömmu síðar var auglýst í hátalarakerfinu í Ásgerði eftir lækni á staðnum sem gæti aðstoðað.

Samkvæmt heimildum Vísis fann Rombley fyrir brjóstverkjum og í leikhléi var tilkynnt að hann væri á leið á sjúkrahús með sjúkrabíl en að ástand hans væri stöðugt. Í hálfleik voru áhorfendur beðnir um að gefa sjúkraflutningamönnum pláss til að athafna sig og áhorfendur sendir út um útgang á bakhlið Ásgarðs.

Tindastóll er með frumkvæðið í leiknum og leiðir 56-44 í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×