„Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Árni Sæberg og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. maí 2025 11:19 Köldu hefur andað á milli þeirra Björgólfs Thors og Róberts um árabil. Vísir/Vilhelm Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42
Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36