Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar 20. maí 2025 10:01 Þann 19. maí kom út frétt á visir.is þess efnis að leggja eigi fram frumvarp sem vindi ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Skoðum stuttlega það virði sem jafnlaunavottun hefur fært Íslandi, atvinnurekendum, og starfsfólki almennt. Virði fyrir Ísland Þegar talað er um jafnrétti á erlendri grundu þá hefur jafnlaunavottun Íslands oft verið slengt fram og kynnt sem þessa frábæru vottun sem hefur kollvelt launamismunun og ójafnrétti milli kynjanna. Ef þessari umræðu fylgja tölur, þá sést vel að launamismunurinn er ennþá verulegur og breytist hægt milli ára, en þessi hægfara breyting er alfarið þakkað jafnlaunavottuninni. Jafnlaunavottunin er því frábær leið til þess að kynna Ísland sem jafnlaunaparadís og hampa einstaka stjórnmálafólki sem erindrekum og baráttufólki fyrir jafnrétti á erlendri grundu, á meðan raunveruleikinn er að hægfara breytingar á launamun milli ára er eingöngu vegna aukinnar almennar vitundarvakningar. Umfram það, þá skapar jafnlaunavottunin störf þar sem atvinnurekendur þurfa að gangast undir vottunina sjálfa og síðar reglulega endurskoðun á vottuninni frá utanaðkomandi vottunaraðila. Virði fyrir atvinnurekendur Jafnlaunavottunin á að vera aðferð til að minna atvinnurekendur á að jafnréttismál skipti máli, og á jafnframt að auka á þekkingu atvinnurekenda er kemur að ákvörðunum sem gætu tengst jafnrétti á hvers kyns máta. Jafnlaunavottunin á því ekki eingöngu að jafna út launin, heldur einnig viðhorf atvinnurekenda. Jafnlaunavottunin er því sett fram sem jafnlaunakerfi, sem hver og einn atvinnurekandi hannar til að þóknast þeirra viðskiptamódeli, og á jafnlaunavottunina að sjá til þess að viðskiptamódelið hampi öllum jafnt. Líkt og með öll önnur kerfi, þá er jafnlaunakerfið eingöngu jafn gott og það er hannað til að vera, og það er eingöngu jafn gott og það er notað til að vera. Að setja upp og viðhalda jafnlaunakerfinu krefst aukinnar vinnu af atvinnurekendum sem er annað hvort lögð á mannauðsdeild, launafulltrúa, eða á utanaðkomandi þriðju aðila. Hver svo sem lausnin þar er, þá skapar þetta ávallt aukinn kostnað fyrir atvinnurekanda. Eftir að jafnlaunakerfið er sett upp, þá er fastur kostnaður við mat á jafnlaunakerfinu til þess að hljóta jafnlaunavottun, og fastur árlegur kostnaður vegna endurmats og -skoðunar á jafnlaunakerfi atvinnurekanda af hendi þriðja aðila. Að hljóta jafnlaunavottunina og viðhalda henni er því einfalt mál en kostnaðarsamt fyrir atvinnurekendur. Að fylgja því sem jafnlaunavottunin á að kenna og standa fyrir er annað mál. Eftir að jafnlaunavottunin hefur fengist, þá er einfaldlega „fundin leið“ til þess að viðhalda launamun milli kynjanna, sem núna sést minna því launamunurinn hefur verið smættaður í jafnlaunakerfi sem er einfaldlega hannað til að réttlæta launamuninn. Jafnlaunavottunin er því lykill að meiri vinnu, auknum kostnaði, en engum breytingum af hendi atvinnurekenda er kemur að jafnréttismálum. Er því hægt að segja að jafnlaunavottunin sé íþyngjandi fyrir atvinnurekendur án þess að hafa nein jákvæð áhrif umfram það sem aukin vitundarvakning og þekking á jafnréttismálum myndi hafa. Virði fyrir starfsfólk almennt Jafnlaunavottunin er fín leið fyrir atvinnurekendur til að segja starfsfólki „svona eru bara launin, við getum ekkert gert“. Þar sem þetta er ekki virði fyrir starfsfólk almennt, heldur þvert þar á móti ef eitthvað er, þá verður almennu starfsfólki ekki gerður sá óleikur að halda því fram að eitthvað virði sé í jafnlaunavottuninni fyrir þau. En þar sem jafnlaunavottunin er hönnuð til að hampa jafnrétti fyrir alla, þá væri ósæmandi að nefna ekki þann hóp fólks sem aðallega verður fyrir barðinu á vottuninni. Að lokum Jafnlaunavottunin hefur skapað nokkur störf í formi uppsetningar á jafnlaunakerfi, yfirferð á kerfinu, útgáfu jafnlaunavottorða, og vegna reglulegra endurskoðunar á jafnlaunakerfum atvinnurekenda. Fleiri störf eru alltaf jákvæð að mati undirritaðrar, en á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja hvort að tilgangurinn réttlæti hér meðalið. Undirrituð hefur sett upp þó nokkur jafnlaunakerfi og hefur til þess setið marga fundi með stjórnendum þar sem farið er yfir launatölur og bent á aðila úr minnihluta hópum sem eru að fá lægri laun en aðrir í sambærilegum störfum, og hefur verið sagt að „finna leið“ til þess að réttlæta þennan mun innan kerfisins. Undirrituð hefur setið marga fundi með stjórnendum þar sem „finna þarf leið“ til að hækka laun eins aðila umfram aðra í sambærilegum störfum. Undirrituð hefur einnig setið marga fundi þar sem auka átti á ábyrgð eða verkefni aðila sem innan jafnlaunakerfisins krafðist hærri launa, en „finna þurfti leið“ til að halda viðkomandi niðri í launum. Undirrituð skrifaði grein þessa með 87% uppsafnaðri reiði yfir því að hafa unnið með jafnlaunavottanir nú til fjölda ára, 9% pirringi yfir því að verkalýðshreyfingin sé ekki búin að standa upp á afturlappirnar og krefjast þess að þessi óskapnaður sé tekinn af og kerfi sem sé hannað til þess að virkilega hampa þeim sem hampa þarf sé tekið upp, og 4% þreytu yfir því að samfélagið á Íslandi sjálfkrafa sætti sig við hvaðeina sem sé hent yfir það án þess að berjast fyrir betri kjörum og jafnrétti. Baráttan fyrir jafnrétti mun aldrei ljúka. En að henda fram ónothæfu tóli og hampa sem frábærri aðferð til að ná fram jafnrétti hefur hindrað frekari framför sem glöggir aðilar á íslenskum vinnumarkaði ættu auðveldlega að sjá. Höfundur er mannauðsstjóri og baráttumanneskja gegn ójafnrétti á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. maí kom út frétt á visir.is þess efnis að leggja eigi fram frumvarp sem vindi ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Skoðum stuttlega það virði sem jafnlaunavottun hefur fært Íslandi, atvinnurekendum, og starfsfólki almennt. Virði fyrir Ísland Þegar talað er um jafnrétti á erlendri grundu þá hefur jafnlaunavottun Íslands oft verið slengt fram og kynnt sem þessa frábæru vottun sem hefur kollvelt launamismunun og ójafnrétti milli kynjanna. Ef þessari umræðu fylgja tölur, þá sést vel að launamismunurinn er ennþá verulegur og breytist hægt milli ára, en þessi hægfara breyting er alfarið þakkað jafnlaunavottuninni. Jafnlaunavottunin er því frábær leið til þess að kynna Ísland sem jafnlaunaparadís og hampa einstaka stjórnmálafólki sem erindrekum og baráttufólki fyrir jafnrétti á erlendri grundu, á meðan raunveruleikinn er að hægfara breytingar á launamun milli ára er eingöngu vegna aukinnar almennar vitundarvakningar. Umfram það, þá skapar jafnlaunavottunin störf þar sem atvinnurekendur þurfa að gangast undir vottunina sjálfa og síðar reglulega endurskoðun á vottuninni frá utanaðkomandi vottunaraðila. Virði fyrir atvinnurekendur Jafnlaunavottunin á að vera aðferð til að minna atvinnurekendur á að jafnréttismál skipti máli, og á jafnframt að auka á þekkingu atvinnurekenda er kemur að ákvörðunum sem gætu tengst jafnrétti á hvers kyns máta. Jafnlaunavottunin á því ekki eingöngu að jafna út launin, heldur einnig viðhorf atvinnurekenda. Jafnlaunavottunin er því sett fram sem jafnlaunakerfi, sem hver og einn atvinnurekandi hannar til að þóknast þeirra viðskiptamódeli, og á jafnlaunavottunina að sjá til þess að viðskiptamódelið hampi öllum jafnt. Líkt og með öll önnur kerfi, þá er jafnlaunakerfið eingöngu jafn gott og það er hannað til að vera, og það er eingöngu jafn gott og það er notað til að vera. Að setja upp og viðhalda jafnlaunakerfinu krefst aukinnar vinnu af atvinnurekendum sem er annað hvort lögð á mannauðsdeild, launafulltrúa, eða á utanaðkomandi þriðju aðila. Hver svo sem lausnin þar er, þá skapar þetta ávallt aukinn kostnað fyrir atvinnurekanda. Eftir að jafnlaunakerfið er sett upp, þá er fastur kostnaður við mat á jafnlaunakerfinu til þess að hljóta jafnlaunavottun, og fastur árlegur kostnaður vegna endurmats og -skoðunar á jafnlaunakerfi atvinnurekanda af hendi þriðja aðila. Að hljóta jafnlaunavottunina og viðhalda henni er því einfalt mál en kostnaðarsamt fyrir atvinnurekendur. Að fylgja því sem jafnlaunavottunin á að kenna og standa fyrir er annað mál. Eftir að jafnlaunavottunin hefur fengist, þá er einfaldlega „fundin leið“ til þess að viðhalda launamun milli kynjanna, sem núna sést minna því launamunurinn hefur verið smættaður í jafnlaunakerfi sem er einfaldlega hannað til að réttlæta launamuninn. Jafnlaunavottunin er því lykill að meiri vinnu, auknum kostnaði, en engum breytingum af hendi atvinnurekenda er kemur að jafnréttismálum. Er því hægt að segja að jafnlaunavottunin sé íþyngjandi fyrir atvinnurekendur án þess að hafa nein jákvæð áhrif umfram það sem aukin vitundarvakning og þekking á jafnréttismálum myndi hafa. Virði fyrir starfsfólk almennt Jafnlaunavottunin er fín leið fyrir atvinnurekendur til að segja starfsfólki „svona eru bara launin, við getum ekkert gert“. Þar sem þetta er ekki virði fyrir starfsfólk almennt, heldur þvert þar á móti ef eitthvað er, þá verður almennu starfsfólki ekki gerður sá óleikur að halda því fram að eitthvað virði sé í jafnlaunavottuninni fyrir þau. En þar sem jafnlaunavottunin er hönnuð til að hampa jafnrétti fyrir alla, þá væri ósæmandi að nefna ekki þann hóp fólks sem aðallega verður fyrir barðinu á vottuninni. Að lokum Jafnlaunavottunin hefur skapað nokkur störf í formi uppsetningar á jafnlaunakerfi, yfirferð á kerfinu, útgáfu jafnlaunavottorða, og vegna reglulegra endurskoðunar á jafnlaunakerfum atvinnurekenda. Fleiri störf eru alltaf jákvæð að mati undirritaðrar, en á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja hvort að tilgangurinn réttlæti hér meðalið. Undirrituð hefur sett upp þó nokkur jafnlaunakerfi og hefur til þess setið marga fundi með stjórnendum þar sem farið er yfir launatölur og bent á aðila úr minnihluta hópum sem eru að fá lægri laun en aðrir í sambærilegum störfum, og hefur verið sagt að „finna leið“ til þess að réttlæta þennan mun innan kerfisins. Undirrituð hefur setið marga fundi með stjórnendum þar sem „finna þarf leið“ til að hækka laun eins aðila umfram aðra í sambærilegum störfum. Undirrituð hefur einnig setið marga fundi þar sem auka átti á ábyrgð eða verkefni aðila sem innan jafnlaunakerfisins krafðist hærri launa, en „finna þurfti leið“ til að halda viðkomandi niðri í launum. Undirrituð skrifaði grein þessa með 87% uppsafnaðri reiði yfir því að hafa unnið með jafnlaunavottanir nú til fjölda ára, 9% pirringi yfir því að verkalýðshreyfingin sé ekki búin að standa upp á afturlappirnar og krefjast þess að þessi óskapnaður sé tekinn af og kerfi sem sé hannað til þess að virkilega hampa þeim sem hampa þarf sé tekið upp, og 4% þreytu yfir því að samfélagið á Íslandi sjálfkrafa sætti sig við hvaðeina sem sé hent yfir það án þess að berjast fyrir betri kjörum og jafnrétti. Baráttan fyrir jafnrétti mun aldrei ljúka. En að henda fram ónothæfu tóli og hampa sem frábærri aðferð til að ná fram jafnrétti hefur hindrað frekari framför sem glöggir aðilar á íslenskum vinnumarkaði ættu auðveldlega að sjá. Höfundur er mannauðsstjóri og baráttumanneskja gegn ójafnrétti á vinnumarkaði.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun